Categories
Fréttir

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga

Deila grein

24/02/2014

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga

logo-framsokn-256x300Framboðsnefnd Framsóknar hefur skilað af sér drögum að framboðsreglum vegna sveitarstjórnarkosninga. Í lögum Framsóknarflokksins segir að reglur um val frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga geti verið af fjórum gerðum: Póstkosning; lokað prófkjör; uppstilling og opið prófkjör.
Landsstjórn ákvað á fundi sínum þann 29. janúar í samræmi við skoðun framboðsnefndarinnar að landsstjórn setji ekki samræmdar reglur heldur verði þetta leiðbeinbandi reglur og til höfð til hliðsjónar við val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar. Enda eru allmörg sveitarfélög farin af stað með sína vinnu fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar og sá ferill verður ekki tekin upp.
Við smíði reglna um framboð til sveitarstjórna var byggt á grunni reglna um val á framboðslista til Alþingis, en ákveðið að tillit yrði tekið til sérstöðu sveitarstjórnarkosninga og venja sem hafa skapast í kringum framkvæmd þeirra í gegnum árin hjá flokknum.
Þau drög að reglum við val á framboðslista til sveitarstjórna er hér liggja fyrir leggur nefndin til að viðhaft skuli beint lýðræði við ákvörðun um framboðsleið og endanlega samþykkt framboðslista, þannig fá allir flokksbundnir framsóknarmenn sem eiga lögheimili í sveitarfélagi, þ.m.t. þeir sem hafa skráð sig í flokkinn 30 dögum fyrir valdag, seturétt og atkvæðisrétt á kjördæmaþingi; fulltrúaráðsfundi; félagsfundi.
Þetta leiðir af sér að boða skal alla félagsmenn með lögheimili í sveitarfélaginu til þings/fundar við endanlega samþykkt framboðslistans.
Fram kom mjög skýr krafa á kjördæmisþingunum og á síðasta miðstjórnarfundi að þessar reglur mættu ekki vera of íþyngjandi fyrir fólk. Hér eru fyrst og fremst mjög góðar reglur til stuðnings í störfum við val á framboðslista.
FRAMBOÐSREGLUR TIL SVEITARSTJÓRNAR