B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Guðmundur Haukur Jakobsson og Auðunn Steinn Sigurðsson undirrituðu samkomulagið í Hrútey í gær.
Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og íbúa þess.
Boðað hefur verið til fyrsta fundar nýrrar sveitarstjórnar þann 7. júní kl. 17:00 í Dalsmynni.
Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti D-listans, verður forseti sveitarstjórnar og Auðunn Steinn Sigurðsson, oddviti B-listans, verður formaður byggðaráðs.
Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:
Eftirtaldir listar voru í framboði til í kosningunum 2022: Framsóknar og annarra framfarasinna, Sjálfstæðismanna og óháðra, Gerum þetta saman og H-listinn.
Sjálfstæðismenn og óháðir hlutu 4 sveitarstjórnarmenn, Framsókn og aðrir framfarasinnar 3, H-listinn 1 og Gerum þetta saman 1. H-listann vantaði 11 atkvæði til að fella fjórða mann D-listans.
Úrslit:

| Blönduós og Húnavatnshr. | Atkv. | % | Fltr. |
| B-listi Framsókn o.fl. | 249 | 31.72% | 3 |
| D-listi Sjálfstæðism.o.fl. | 296 | 37.71% | 4 |
| G-listi Gerum þetta saman | 100 | 12.74% | 1 |
| H-listinn | 140 | 17.83% | 1 |
| Samtals gild atkvæði | 785 | 100.00% | 9 |
| Auðir seðlar | 13 | 1.62% | |
| Ógild atkvæði | 3 | 0.37% | |
| Samtals greidd atkvæði | 801 | 83.70% | |
| Kjósendur á kjörskrá | 957 |
| Kjörnir sveitarstjórnarmenn | Atkv. |
| 1. Guðmundur Haukur Jakobsson (D) | 296 |
| 2. Auðunn Steinn Sigurðsson (B) | 249 |
| 3. Ragnhildur Haraldsdóttir (D) | 148 |
| 4. Jón Gíslason (H) | 140 |
| 5. Elín Aradóttir (B) | 125 |
| 6. Edda Brynleifsdóttir (G) | 100 |
| 7. Zophonías Ari Lárusson (D) | 99 |
| 8. Grímur Rúnar Lárusson (B) | 83 |
| 9. Birgir Þór Haraldsson (D) | 74 |
| Næstir inn | vantar |
| Berglind Hlín Halldórsdóttir (H) | 11 |
| Erla Gunnarsdóttir (B) | 48 |
| Sverrir Þór Sverrisson (G) | 51 |
