Categories
Fréttir

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Deila grein

25/05/2022

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar hafa náð sam­komu­lagi um mynd­um meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir að sam­komu­lag hafi náðst um það að Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar, verði formaður bæj­ar­ráðs. Þá verður Anna Sig­ríður Guðna­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,  for­seti bæj­ar­stjórn­ar en Lovísa Jóns­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, mun taka við embætt­inu að ári liðnu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra full­trúa í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um en Sam­fylk­ing­in og Viðreisn einn hvor.

„Sam­starf flokk­anna bygg­ist á stefnu­skrám þeirra og verður mál­efna­samn­ing­ur form­lega kynnt­ur við und­ir­rit­un, sem boðað verður til fyr­ir fyrsta fund nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar. Fram­boðin þrjú eru sam­mála um að leggja til á fyrsta fundi bæj­ar­ráðs að bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar verði ráðinn og að leitað verði ráðgjaf­ar ut­anaðkom­andi aðila til að aðstoða við ráðning­ar­ferlið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningum buðu fram Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Vinir Mosfellsbæjar, Miðflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Bæjarfulltrúum fjölgaði úr 9 í 11.

Framsóknarflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa en hafði engan fyrir, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 4 eins og síðast, Vinir Mosfellsbæjar hlutu 1, Samfylkingin 1 og Viðreisn 1. Miðflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð misstu sína bæjarfulltrúa. Vinum Mosfellsbæjar vantaði 36 atkvæði til að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingunni grænu framboð vantaði 63 atkvæði til þess sama og til að halda sínum bæjarfulltrúa.

Úrslit:

MosfellsbærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.81132,20%429,26%4
C-listi Viðreisnar4447,89%1-3,35%0
D-listi Sjálfstæðisflokks1.53427,28%4-11,92%0
L-listi Vinir Mosfellsbæjar73113,00%12,37%0
M-listi Miðflokksins2784,94%0-4,03%-1
S-listi Samfylkingar5058,98%1-0,56%0
V-listi Vinstri grænna3215,71%0-3,92%-1
Í-listi Íbúasamtaka og Pírata-7,86%0
Samtals gild atkvæði5.624100,00%11-0,01%2
Auðir seðlar1252,17%
Ógild atkvæði150,26%
Samtals greidd atkvæði5.76461,18%
Kjósendur á kjörskrá9.422
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Halla Karen Kristjánsdóttir (B)1.811
2. Ásgeir Sveinsson (D)1.534
3. Aldís Stefánsdóttir (B)906
4. Jana Katrín Knútsdóttir (D)767
5. Dagný Kristinsdóttir (L)731
6. Sævar Birgisson (B)604
7. Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)511
8. Anna Sigríður Guðnadóttir (S)505
9. Örvar Jóhannsson (B)453
10. Lovísa Jónsdóttir (C)444
11. Helga Jóhannesdóttir (D)384
Næstir innvantar
Guðmundur Hreinsson (L)36
Bjarki Bjarnason(V)63
Sveinn Óskar Sigurðsson (M)106
Leifur Ingi Eysteinsson (B)107
Ólafur Ingi Óskarsson (S)263
Valdimar Birgisson (C)324