Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Deila grein

25/05/2022

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Bæjarfulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis skrifuðu í kvöld undir málefnasamning um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Lystigarðinum Fossflöt í Hveragerði.

Í málefnasamningnum segir að framboðin munu á kjörtímabilinu fjárfesta í innviðum sveitarfélagsins samhliða íbúafjölgun. Ábyrgur rekstur verði í forgangi og lögð áhersla á opna og gagnsæja stjórnsýslu ásamt því að veita íbúum framúrskarandi þjónustu.

Megináherslur málefnasamningsins eru tilgreindar í helstu málaflokkum. Nýi meirihlutinn hyggst auglýsa starf bæjarstjóra og ráða í það á faglegum forsendum.

Framboðin munu skipta með sér verkum á kjörtímabilinu þannig að forseti bæjarstjórnar kemur úr röðum Framsóknar fyrsta og þriðja árið og Okkar Hveragerði annað og fjórða árið. Á móti verður sami háttur hafður á varðandi formann bæjarráðs, þannig að hann kemur úr röðum Okkar Hveragerði fyrsta árið.

Framsókn mun sinna formennsku í menningar-, íþrótta- og frístundanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd og kjörstjórn Hveragerðisbæjar. Okkar Hveragerði mun sinna formennsku í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.

Í kosningunum þann 14. maí síðastliðinn fengu Okkar Hveragerði og Framsókn samtals fimm bæjarfulltrúa af sjö en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. 

Fréttin birtist fyrst á Sunnlenska.is 25. maí 2022

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í kjöri voru listar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Okkar Hveragerði. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur og meirihlutanum í bæjarstjórn. Okkar Hveragerði hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum og Framsóknarflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa og bætti einnig við sig einum. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 120 atkvæði til að koma sínum þriðja manni að á kostnað Okkar Hveragerðis.

Úrslit:

HveragerðiAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar48027.54%213.00%1
D-listi Sjálfstæðisflokks57232.82%2-19.58%-2
O-listi Okkar Hveragerði69139.64%36.58%1
Samtals gild atkvæði1,743100.00%70.00%0
Auðir seðlar281.58%
Ógild atkvæði00.00%
Samtals greidd atkvæði1,77177.54%
Kjósendur á kjörskrá2,284
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Sandra Sigurðardóttir (O)691
2. Friðrik Sigurbjörnsson (D)572
3. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)480
4. Njörður Sigurðsson (O)346
5. Alda Pálsdóttir (D)286
6. Halldór Benjamín Hreinsson (B)240
7. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)230
Næstir innvantar
Eyþór Ólafsson (D)120
Andri Helgason (B)212