Categories
Fréttir

Framsóknarflokknum að þakka!

Deila grein

28/09/2015

Framsóknarflokknum að þakka!

líneikBjörgvin Stefán Pétursson, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði og fyrirliði, var valinn bestur í 2. deildinni á lokahófi Fótbolta.net. Hann raðaði inn mörkum í sumar en þau voru ein 12 og hjálpaði Leiknismönnum að tryggja sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili. Leiknir spilar á Reyðarfirði, í Fjarðabyggðarhöllinni, sem var reist fyrir um sex árum síðan og þakkar Björgvin Stefán því að þessi árangur náist nú. Gerfigraskynslóðin nái einnig til þeirra og geti því æft eins og Reykjavíkurfélögin.
Eins og allir vita þá eru Framsóknarmenn þekktir á Fáskrúðsfirði, og það er auðvitað þingmaður frá Fáskrúðsfirði, Líneik Anna Sævarsdóttir, og er hún eiginkona formanns Leiknis á Fáskráðsfirði, Magnúsar Björns Ásgrímssonar. Segist því Björgvin Stefán verða að segja að þetta sé „Framsóknarflokknum að þakka“.
Viðtal við Björgvin Stefán, á fótbolti.net, má sjá í heild sinni hér.
Framsókn óskar Fáskrúðsfirðingum til hamingju!