Þingflokkur Framsóknar fundaði síðastliðinn föstudag með fulltrúum smærri fyrirtækja í Grindavík. Fundurinn var fjölmennur og einkenndist af hreinskiptnu samtali og góðum umræðum.
Þær áskoranir sem blasa við Grindvíkingum eru stórar og margvíslegar. Mikill kraftur hefur einkennt atvinnulífið í Grindavík og verðmætasköpun fyrirtækja í Grindavík skiptir þjóðarbúið verulegu máli.
Samstaða fólksins er aðdáunarverð þrátt fyrir allt sem við blasir og þá óvissu sem ríkir enn um sinn. Á fundinum kom fram skýrt ákall um stuðning og aukinn fyrirsjáanleika.