Categories
Fréttir Greinar

Gæði náms

Deila grein

02/09/2024

Gæði náms

Góður náms­ár­ang­ur er liður í því að tryggja far­sæld barna og far­sæld ein­stak­linga er mik­il­væg und­ir­staða ár­ang­urs í námi. Þess vegna verður metnaður alls starfs­fólks í skóla­kerf­inu að snú­ast um hvort tveggja; gæði náms og far­sæld.

Stefna og for­ysta stjórn­valda

Sveit­ar­fé­lög­in bera ábyrgð á skóla­starfi í leik- og grunn­skól­um en ríkið í fram­halds­skól­um og há­skól­um, engu að síður verður rík­is­valdið að axla ábyrgð á for­ystu í mennta­mál­um í sam­vinnu við hagaðila. Í þeim efn­um hafa mik­il­væg skref verið stig­in á síðustu árum og verið er að stíga enn fleiri mik­il­væg skref. Þessi vinna hef­ur í sum­ar vakið mik­il­væga þjóðfé­lagsum­ræðu um skóla­mál. Umræðan hef­ur til þessa einkum snú­ist um náms­mat en mik­il­vægt er að umræðan haldi áfram og að hún víkki út til fleiri viðfangs­efna.

Um­bóta­skref í sam­ræmi við stefnu

Mennta­stefna til árs­ins 2030 var samþykkt á Alþingi árið 2021, og er hún bæði byggð á alþjóðlegu sam­starfi og víðtæku sam­ráði inn­an­lands. Nú er unnið að inn­leiðingu stefn­unn­ar í sam­ræmi við fyrstu aðgerðaáætl­un­ina. Ein af aðgerðunum í inn­leiðing­unni er upp­bygg­ing heild­stæðrar skólaþjón­ustu um land allt sem styður við nám og far­sæld barna og ung­menna.

Mark­miðið er að stuðla að öfl­ugri skólaþróun með fjöl­breytt­um verk­efn­um sem kenn­ar­ar, skóla­stjórn­end­ur, annað fag­fólk og nem­end­ur hafa frum­kvæði að. Með öðrum orðum: það á að byggja upp öfl­uga stoðþjón­ustu til að styðja við starfið í skól­un­um en við meg­um aldrei missa sjón­ar á því að grunnþjón­ust­an fer fram í skól­un­um og þar þarf barnið að ná ár­angri.

Á síðasta ári samþykkti Alþingi ný lög um Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu og tók stofn­un­in til starfa 1. apríl sl. Miðstöðin er þjón­ustu­stofn­un með skýrt stuðnings- og sam­ræm­ing­ar­hlut­verk vegna skóla­starfs á leik-, grunn- og fram­halds­skóla­stigi og hún er í lyk­il­hlut­verki við inn­leiðingu mennta­stefnu.

Árið 2021 voru líka samþykkt lög um samþætta þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna, lög­in tóku gildi árið 2022 og áætlað er að ljúka inn­leiðingu þeirra á þrem­ur til fimm árum.

Þannig helst inn­leiðing mennta­stefnu og laga um far­sæld barna í hend­ur und­ir for­ystu mennta- og barna­málaráðuneyt­is, enda far­sæld og ár­ang­ur í námi órjúf­an­lega tengd eins og áður sagði.

Næstu skref

Kynnt hef­ur verið að í vet­ur fái Alþingi til um­fjöll­un­ar frum­vörp til laga um náms­gögn, breyt­ing­ar á ákvæðum laga um náms­mat í grunn­skól­um og frum­varp um inn­gild­andi mennt­un þar sem stefna um skólaþjón­ustu er út­færð. Einnig er áætlað að leggja fram stefnu og fram­kvæmda­áætl­un um far­sæld barna, og mun sú stefna marka ákveðin þátta­skil í inn­leiðingu far­sæld­ar­lag­anna.

Það er því al­veg ljóst að það er margt sem við þurf­um að ræða auk náms­mats­ins, s.s. náms- og kennslu­gögn fyr­ir allt mennta­kerfið, ytra og innra mat á skóla­starfi, áfram­hald­andi fjölg­un kenn­ara­nema og inn­tak náms fag­fólks sem vinn­ur með börn­um og ung­menn­um, nem­enda­lýðræði, ís­lensk­una og mennt­un barna og ung­menna með fjöl­breytt­an tungu­mála- og menn­ing­ar­bak­grunn sem og starfsþróun skóla­fólks.

Það er sann­ar­lega verið að bæta heild­ar­sýn í mennta­mál­um og stíga mik­il­væg og nauðsyn­leg fram­fara- og um­bóta­skref.

Við þurf­um að halda áfram að ræða um yf­ir­stand­andi breyt­ing­ar, mark­mið, gæði og ár­ang­ur í mennta­mál­um.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar og sit­ur í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. september 2024.