Categories
Fréttir

Góður starfsandi mikilvægur!

Deila grein

14/12/2022

Góður starfsandi mikilvægur!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, sagðist vilja nú undir lok haustþings þakka þingmönnum fyrir samstarfið á þessu hausti og hrósa fyrir sérstaklega gott starf í nefndum, góða samvinnu, því að samvinna og samstarf skipta auðvitað öllu máli á þessum starfsvettvangi.

Sagði hún að þótt stundum þurfi að takast hart á um ýmis málefni væri góður starfsandi mikilvægur. Haustið hafi liðið hratt og góð mál hlotið framgang á Alþingi.

„Ég vil sérstaklega hrósa fjárlaganefnd og samvinnu fjárlaganefndar og ríkisstjórnarinnar sem hefur skilað okkur fjárlögum þar sem heildarmyndin er góð, auk þess sem þar eru mikilvæg framlög í stór og smá framfaraverkefni. Svo ég nefni bara einhver þá sýna auðvitað fjárlögin að þessi ríkisstjórn leggur áherslu á heilbrigðiskerfið og að efla það á sem flestum sviðum,“ sagði Líneik Anna.

„Það eru líka mikilvæg viðbótarframlög í íslenskukennslu fyrir innflytjendur, mikilvæg viðbótarframlög í löggæsluna þar sem ég sé fyrir mér að aftur verði hægt að taka upp forvarnaverkefni lögreglunnar sem hafa ekki verið nægilega öflug á síðustu misserum og aukin framlög í ýmis smærri verkefni um land allt.

En svo vil ég auðvitað hrósa ríkisstjórninni fyrir samstarfið við þá sem hafa verið að vinna að kjarasamningum. Það er mikið fagnaðarefni að sjá þær aðgerðir sem kynntar hafa verið til að styðja við og skapa auknar forsendur fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum, auk lækkunar vaxta og verðbólgu,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnu á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Ég vil hér undir lok haustþings þakka þingmönnum fyrir samstarfið á þessu hausti og hrósa fyrir sérstaklega gott starf í nefndum, góða samvinnu, því að samvinna og samstarf skipta auðvitað öllu máli á þessum starfsvettvangi. Þótt stundum þurfi að takast hart á um ýmis málefni er góður starfsandi mikilvægur. Haustið hefur liðið hratt og góð mál hafa hlotið framgang. Ég vil sérstaklega hrósa fjárlaganefnd og samvinnu fjárlaganefndar og ríkisstjórnarinnar sem hefur skilað okkur fjárlögum þar sem heildarmyndin er góð, auk þess sem þar eru mikilvæg framlög í stór og smá framfaraverkefni. Svo ég nefni bara einhver þá sýna auðvitað fjárlögin að þessi ríkisstjórn leggur áherslu á heilbrigðiskerfið og að efla það á sem flestum sviðum. Það eru líka mikilvæg viðbótarframlög í íslenskukennslu fyrir innflytjendur, mikilvæg viðbótarframlög í löggæsluna þar sem ég sé fyrir mér að aftur verði hægt að taka upp forvarnaverkefni lögreglunnar sem hafa ekki verið nægilega öflug á síðustu misserum og aukin framlög í ýmis smærri verkefni um land allt. En svo vil ég auðvitað hrósa ríkisstjórninni fyrir samstarfið við þá sem hafa verið að vinna að kjarasamningum. Það er mikið fagnaðarefni að sjá þær aðgerðir sem kynntar hafa verið til að styðja við og skapa auknar forsendur fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum, auk lækkunar vaxta og verðbólgu.“