Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Hagvöxtur er minni á evrusvæðinu

Deila grein

21/07/2025

Hagvöxtur er minni á evrusvæðinu

Evr­ópu­sam­bandið er komið aft­ur á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála. Stjórn­völd hafa til­kynnt að fyr­ir­huguð sé þjóðar­at­kvæðis­greiðsla um hvort Íslandi eigi að hefja að nýju viðræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. At­kvæðagreiðslan fer fram á ár­inu 2027. Það er mik­il­vægt að þjóðin geti kosið um þetta mik­il­væga mál.

Hag­vöxt­ur skipt­ir miklu máli til að auka vel­ferð þjóða og til að hægt sé að fjár­festa í mennt­un og heil­brigðisþjón­ustu. Evr­an átti að efla hag­vöxt og efna­hags­leg­an stöðug­leika inn­an þess efna­hags­svæðis. Reynsl­an hef­ur hins veg­ar sýnt að hag­vöxt­ur er mun minni í sam­an­b­urði við önn­ur ríki. Hag­vöxt­ur á Íslandi hef­ur á síðustu ára­tug­um verið þrótt­mik­ill og at­vinnu­leysi lítið. Hag­vöxt­ur síðustu fimm ár hef­ur að meðaltali verið rúm 2,5% og fjöldi nýrra starfa hef­ur orðið til á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Til sam­an­b­urðar hef­ur hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um verið 2% og á evru­svæðinu 1%. Hálf­gerður þoku­hjúp­ur er yfir hag­vexti á evru­svæðinu. Flest ríki vilja vera í stöðu Íslands, þar sem hag­vaxt­ar­horf­ur eru góðar og at­vinnu­leysi er lítið.

Efna­hags­leg frammistaða evru­svæðis­ins hef­ur verið lak­ari en Banda­ríkj­anna. Töl­urn­ar tala sínu máli. „Evr­ópa hef­ur farið úr því að vera 90 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Banda­ríkj­anna niður í 65 pró­sent á 10 til 15 árum. Það er ekki góð þróun,“ sagði Jaime Dimon, banka­stjóri JP­Morg­an Chase, á ráðstefnu í Dublin nú á dög­un­um. Um­mæli Dimons end­ur­spegla þá miklu áskor­un sem Evr­ópu­sam­bandið stend­ur frammi fyr­ir í að örva hag­vöxt og auka sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar. Dimon bætti við að álf­an hefði mjög stórt markaðssvæði og einkar öfl­ug fyr­ir­tæki með alþjóðleg um­svif. Hins veg­ar væri staðreynd­in sú að þau væru sí­fellt færri og sam­keppn­is­hæfni þeirra hefði beðið hnekki með ári hverju. Mest fer fyr­ir fram­förum í gervi­greind og há­tækni í Banda­ríkj­un­um og Kína. Ísland á að nýta sér land­fræðilega legu sína til að geta stundað frjáls viðskipti við sem flest ríki.

Á síðasta ári kallaði Mario Drag­hi, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri Evr­ópu, eft­ir nýrri iðn- og fjár­fest­ing­ar­stefnu fyr­ir álf­una sem myndi krefjast 800 millj­arða evra ár­legra fjár­fest­inga til að viðhalda sam­keppn­is­hæfni gagn­vart Banda­ríkj­un­um og Kína. Í Drag­hi-skýrsl­unni kem­ur skýrt fram að efla verði stöðu Evr­ópu ef álf­an á ekki eft­ir að drag­ast enn meira aft­ur úr.

Það er sam­dóma álit einna virt­ustu hag­fræðinga ver­ald­ar­inn­ar að meg­in­or­sök þess­ar­ar þró­un­ar sé hin sam­eig­in­lega mynt. Evr­an er ekki sú töfra­lausn sem marg­ir boða. Fórn­ar­kostnaður­inn við evr­una er lægri hag­vöxt­ur og aukið at­vinnu­leysi. Höld­um staðreynd­um til haga í kom­andi umræðu, svo að far­sæl­asta leiðin verði val­in fyr­ir okk­ar góða land. Mikið er í húfi fyr­ir framtíðarkyn­slóðir.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. júlí 2025.

Höfundur er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar.