Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, var ræðumaður Framsóknar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í vikunni. Sagði Halla Signý ríkisstjórnina náð góðum samhljómi, mörg mál verið tekin fyrir á Alþingi á þessu þingi, sem munu koma þjóðinni til góða til framtíðar.
Halla Signý nefndi sérstaklega byggða- og atvinnumál í ræðu sinni, og þá sérstaklega breytingar á lögum um fiskeldi sem munu skipta þjóðarbúið miklu máli. Að vanda verði lagaramma og kröfur til eldisfyrirtækja og að greinin muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum á næstu árum. Minnti hún á að Íslendingar hafi háleit markmið varðandi umhverfi og náttúru, og að gæta verði sérstaklega að heilbrigði dýra og umhverfis svo að fiskeldi verði byggt upp til sjálfbærni, vistfræðilega, félagslega og efnahagslega. En fara verði að ýtrustu nærgætni við starfsemina og að hið opinbera tryggi gott og vandað aðhald og eftirlit. Það verði enginn afsláttur gefinn, „enda erum við sprottin af sterkri náttúru og verðum hluti af henni að lokum,“ sagði Halla Signý.
Ræddi Halla Signý fyrirvara þingflokks Framsóknarmanna við frumvarp á reglum um innflutning á ferskum matvælum, talaði um mikilvægi sömu gæðakrafna til innflutra matvæla frá EES svæðinu og gerðar séu til íslenskrar matvælaframleiðslu. Og brýndi fyrir áheyrendum að lýðheilsa beri ekki skaða af innflutningi vegna sýktra matvæla.
„Tilgangur matvælalöggjafar EES snýr að því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Því er mikilvægt að sömu kröfur séu gerðar til innlendrar matvælaframleiðslu og innfluttrar.
Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og vera óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þær áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein mesta ógn sem heilsufar manna stendur frammi fyrir í dag. Undir það taka helstu sérfræðingar okkar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Á grunni sérstöðunnar á Íslandi á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með banni á dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur,“ sagði Halla Signý.
Halla Signý bætti við, að „kolefnisfótspor og önnur umhverfisáhrif íslensks grænmetis og annarra afurða garðyrkjunnar eru miklu minni en þess innflutta. Því er í ljósi fæðuöryggis, umhverfisþátta og orkunýtingar skynsamlegt að hvetja til meiri innlendrar framleiðslu.“
Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur á eldhúsdegi á Alþingi 29. maí.
Categories
Halla Signý – eldhúsdagsumræður
31/05/2019
Halla Signý – eldhúsdagsumræður