Categories
Fréttir

Háskólamenntun fólks á landsbyggðinni

Deila grein

22/10/2015

Háskólamenntun fólks á landsbyggðinni

fjola-hrund-ha-upplausn„Mig langar til að nýta tækifærið hér í dag undir liðnum störf þingsins til að ræða menntun og þá helst háskólamenntun fólks á landsbyggðinni. Ég er mikil áhugamanneskja um að allir fái að stunda nám óháð búsetu og efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk geti stundað nám óháð búsetu og efnahag. Til að það sé hægt þurfa nokkrir hlutir að spila saman. Gott framboð náms sem kennt er í fjarnámi verður að vera til staðar, nettenging þarf að vera góð og skráningargjöld þurfa að lækka.
Eins og staðan er í dag bjóða opinberir háskólar upp á fjarnám. Þó vantar mikið upp á úrvalið. Skólarnir standa misframarlega hvað það varðar og bjóða upp á mismikið fjarnám í náminu. Það er mikilvægt að einstaklingar hafi kost á að stunda það nám sem þeir hafa áhuga á og geti stundað nám heiman frá sér. Til að það sé hægt er nauðsynlegt að ljósleiðaravæða Ísland. Það er úrelt hugmynd að fólk þurfi að flytja landshorna á milli til að sækja nám í ákveðnum deildum sem einungis er kennt í staðnámi. Við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að hvetja fólk til að mennta sig. Við viljum ekki missa menntað fólk frá landsbyggðinni.
Hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta löggjafarþingi sem fjallar um fjarnám á háskólastigi. Ég fagna þeirri þingsályktunartillögu og hvet hv. þingmann til að leggja tillöguna fram aftur.“
Fjóla Hrund Björnsdóttirstörf þingsins,  21. október 2015.