Categories
Fréttir

Heilbrigðisáætlun fyrir Ísland

Deila grein

01/02/2017

Heilbrigðisáætlun fyrir Ísland

elsa_vef_500x500Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknar mælti fyrir tillögu um heilbrigðisáætlun fyrir Ísland á Alþingi í gær.
Tillagan hefur það að markmiði að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Lagt er til að áætlunin verði unnin í samráði við fagfólk í heilbrigðisstéttum. Við gerð heilbrigðisáætlunar verði m.a. tekið tillit til landfræðilegra þátta eins og samgangna og fjarlægða milli byggðarlaga. Jafnframt verði tekið tillit til íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetningar íbúa, staðsetningar sjúkrabifreiða, aðgangs að sjúkraflugi, fjölda ferðamannastaða og sumarhúsabyggða, svo eitthvað sé nefnt.
Við gerð áætlunarinnar verði jafnframt litið til þess hvort sóknarfæri séu í því að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og létta þar með álagi af Landspítala. Heilbrigðisáætlun verði lögð fyrir Alþingi í desember 2017.
Í umræðunni í þingsal kom fram þverpólitísk samstaða um áætlunina og var málinu vísað til velferðarnefndar að umræðu lokinni.
Elsa Lára Arnardóttir mælir fyrir heilbrigðisáætlun á þingfundi 31. janúar 2017.