Categories
Fréttir Greinar

Hetjan mín

Deila grein

05/08/2025

Hetjan mín

Guðný Jóns­dótt­ir langamma mín fædd­ist 5. ág­úst 1910 og því eru liðin 115 ár frá fæðingu henn­ar. Hún fædd­ist á Mel­um í Fljóts­dal og bjó þar fyrstu ævi­ár­in. For­eldr­ar henn­ar, Jón Mika­el­son og Arn­fríður Eðvalds­dótt­ir, reistu sér síðar bú á Una­ósi ásamt sex börn­um sín­um. Þegar langamma var tíu ára lést faðir henn­ar. Langamma var næ­stelst í hópi systkin­anna. Heim­ilið leyst­ist upp og börn­in voru send hvert í sína átt. Móðir henn­ar tók eitt barn­anna með sér, og langamma tók yngsta bróður sinn með sér í vinnu­mennsku og sá fyr­ir hon­um.

Snemma var hún far­in að axla ábyrgð, og sagt var að hún hefði ekki aðeins hlúð að yngsta bróður sín­um, held­ur verið vak­in og sof­in yfir aðbúnaði hinna systkin­anna. Hrepp­ur­inn vildi styrkja hana til náms, en hún þurfti að hafna því vegna skyldna sinna, þá ekki nema tólf ára göm­ul.

Fljótt komu í ljós þeir eig­in­leik­ar sem ein­kenndu hana: sjálfs­bjarg­ar­viðleitn­in og hjálp­sem­in. Þeir urðu síðar marg­ir sem hún tók upp á arma sína og skaut skjóls­húsi yfir, skyld­ir og óskyld­ir. Ekki er ólík­legt að kröpp kjör í bernsku hafi gert lang­ömmu mína að þeirri fé­lags­hyggju­konu sem hún varð. Hún hafði mik­inn áhuga á stjórn­mál­um og skipaði sér í sveit með þeim sem börðust fyr­ir rétt­ind­um verka­fólks og annarra sem minna máttu sín í sam­fé­lag­inu. Á kreppu­ár­un­um voru síld­artunn­ur notaðar sem ræðustól­ar til að vekja at­hygli á rétt­ind­um verka­fólks. Langamma fór síðar meir út í veit­ing­a­rekst­ur. Hún keypti og rak mat­sölu um ára­bil í Aðalstræti 12. Sá rekst­ur gekk vel, enda var hún út­sjón­ar­söm. Mat­ur­inn þótti heim­il­is­leg­ur og meðal fastak­únna voru oft fá­tæk­ir skóla­pilt­ar og verka­menn. Marga þeirra annaðist hún eins og þeir væru úr henn­ar eig­in fjöl­skyldu.

Á aðfanga­dags­kvöld­um var mat­sal­an jafn­an opin og þá margt um mann­inn. Marg­ir áttu sín einu jól hjá lang­ömmu. Hún tók þátt í starfi fé­lags starfs­fólks á veit­inga­hús­um. Hún varð formaður þess árið 1956 og gegndi for­mennsku til 1962. Mat­sölustaðinn seldi hún árið 1966 og keypti þá jörðina Vatns­enda í Vill­inga­holts­hreppi. Þar stundaði hún bú­skap næstu árin af mikl­um mynd­ar­brag. Mjólk­ur­fram­leiðsla henn­ar þótti jafn­an til fyr­ir­mynd­ar og hlaut viður­kenn­ingu frá Mjólk­ur­búi Flóa­manna.

Fram­far­irn­ar sem orðið hafa á ís­lensku sam­fé­lagi frá þess­um tíma eru fá­heyrðar í hag­sögu þjóða. Tæki­fær­in eru gjör­ólík þeim sem voru við upp­haf síðustu ald­ar. Ég velti því oft fyr­ir mér, sem ráðherra, hvar lang­ömmu hefði þótt skór­inn helst kreppa. Ávallt kemst ég að sömu niður­stöðu: Staða mennta­kerf­is­ins. Við þurf­um að efla það áfram og veita öll­um börn­um tæki­færi til mennt­un­ar.

Krafta­verk­in í líf­inu eru mörg og mis­stór, og stund­um eru þau unn­in af ein­stak­ling­um sem lyfta björg­um. Langamma mín var slík kona og hetj­an mín.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. mennta­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. ágúst 2025.