Categories
Fréttir

Hjartanlega velkomin á 35. Flokksþing Framsóknarmanna

Deila grein

09/03/2018

Hjartanlega velkomin á 35. Flokksþing Framsóknarmanna

Um leið og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á 35. Flokksþing Framsóknarmanna þá viljum við minna á nokkur atriði.
Í ár verður boðið upp á skemmtilega nýjung, svokallaðar stjórnmálamálstofur og samkvæmt dagskrá eru þær klukkan 14:30 á föstudaginn. Þær verða þrískiptar og eru bæði hugsaðar fyrir verðandi frambjóðendur til sveitarstjórnar í vor og aðra áhugasama. Þær skiptast eins og hér segir:
 Framkoma og ræðumennska – Sirrý Arnardóttir, lektor við Háskólann á Bifröst.
 Almannatengsl – Grétar Theodórsson hjá Innsýn.
 Fundarsköp – Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi og lögfræðingur.
Við viljum eindregið hvetja ykkur til að mæta í stjórnmálastofurnar. Um er að ræða einstakt tækifæri til að læra af þaulvönum einstaklingum og spyrja þá spjörunum úr.
Ef þið viljið hafa áhrif á stefnu og störf flokksins þá mælum við með þátttöku í málefnastarfi en það fer fram klukkan 16:30-19:00 á föstudag og frá klukkan 9:30-10:30 á laugardag. Málefnahóparnir eru sex talsins: a) félags- og jafnréttismál, b) samgöngu- og sveitastjórnarmál, c) menntamál, d) endurskipulagning fjármálakerfisins, e) ferðaþjónusta og f) stjórnmálaályktun. Auk þessa verður laganefnd flokksþings að störfum.
Yfirlitsræða formanns flokksins verður á laugardaginn klukkan 10:45 og að henni lokinni verða yfirlitsræður ráðherra. Við fjölmennum að sjálfsögðu og heyrum hvað forysta flokksins hefur fram að færa.
Þá minnum við einnig á stórfenglegt kvöldverðarhóf að hætti framsóknarmanna sem verður í Gullhömrum á laugardagskvöldinu. Í forrétt verður rjómalögð sælkera grænmetissúpa með nýbökuðu brauði, í aðalrétt verður lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu og í eftirrétt verður súkkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma.
Að loknu borðhaldi leikur svo hljómsveitin Niceland fyrir dansi. Verð fyrir mat og dansleik eru 9.000
krónur.
Við hvetjum ykkur öll til að mæta og eiga glaða kvöldstund að hætti framsóknarmanna.
Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur í undirbúningi þessa þings og öllum þeim sem starfa hér um helgina, þökkum við ómetanlega aðstoð. Það væri ekki hægt að koma þessu öllu í verk án ykkar hjálpar. Hér sést hvað samvinnuhugsjónin er öflug, saman getum við gert ótal hluti.

Dagskrá:

Föstudagur 9. mars

Kl. 10.30-17.00 Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf á upplýsingaborði
Kl. 12.00 Þingsetning
Kl. 12.10 Kosning þingforseta (6)
   Kosning þingritara (6)
   Kosning kjörbréfanefndar (5)
   Kosning kjörstjórnar (7)
   Kosning samræmingarnefndar (3)
   Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 12.15 Skýrsla ritara
Kl. 12.30 Skýrsla framkvæmdastjóra
Kl. 12.40 Mál lögð fyrir þingið –
Kl. 12.50 Kynning á vinnu menntastefnuhóps
Kl. 13.05 Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2018
Kl. 13.15 Matarhlé – SUF-hádegisverðarboð fyrir unga
Kl. 13.50 #metoo – jafnréttisfulltrúi
Kl. 14.30 Stjórnmálamálstofur
Kl. 16.30 Nefndastörf hefjast – unnið í málefnahópum fram eftir kvöldi og á laugardag
(þingfulltrúar velja sér sjálfir nefnd og þurfa ekki að skrá sig sérstaklega í þær)
Kl. 21.00 SUF-partý í Framsóknarhúsinu
Laugardagur 10. mars
Kl. 09.30-11.00 Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf
Kl. 09.30 Nefndarstörf – framhald
Kl. 10.45 Setningarathöfn
Yfirlitsræða formanns
Yfirlitsræða menntamálaréðherra
Yfirlitsræða félags- og jafnréttisráðherra
Kl. 12.00 Matarhlé – Hádegisverðarboð Landssambands Framsóknarkvenna (LFK)
Kl. 12.45 Almennar umræður
Kl. 14.30 Kosningar
Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 16.00 Almennar umræður – framhald
Kl. 17.30 Þingi frestað
Kl. 20.00 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 11. mars
Kl. 10.30 Afgreiðsla mála
Kl. 11.00 Tillögur að lagabreytingum – afgreiðsla
Kl. 11.30 Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 12.20 Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2018
Kl. 12.30 Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 15.00 Þingslit

***