Categories
Fréttir

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum!

Deila grein

15/11/2023

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum!

Undanfarnir dagar hafa verið þungbærir Grindvíkingum og aðstandendum þeirra. Um 3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og lifa nú við mikla óvissu. Öll vinnum við hörðum höndum að því að leysa þær fjölmörgu áskoranir sem þessu fylgja eins hratt og kostur er.

Á stundum sem þessum sýnir íslensk samfélag styrk sinn og samhug. Mestu skiptir að við stöndum saman, öll sem eitt, því þannig komumst við í gegnum þetta.

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum sem glíma nú við aðstæður sem ekki er séð fyrir endan á.

Ljósmynd: af vef sss.is