Categories
Fréttir

Húsnæðisbætur miðist við heildartekjur heimilis

Deila grein

08/02/2015

Húsnæðisbætur miðist við heildartekjur heimilis

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti athygli á tillögum velferðarvaktarinnar um húsnæðismál á Alþingi í liðinni viku. Tillögur velferðarvaktarinnar lúta m.a. að því að komið verði á húsnæðisbótum til að jafna stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem búa í eigin húsnæði. En velferðarvaktin skilaði niðurstöðum til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í lok janúar.
„Eins og margir vita þá er kerfið þannig í dag að það eru bæði húsaleigubætur og vaxtabætur en ekkert jafnræði er á milli kerfanna hvað varðar umfang stuðning við þessa tvo hópa og það þarf að bæta. Auk þessa er fjallað um í tillögunum að fjárhæðir húsnæðisbóta muni miðast við heildartekjur heimilis en ekki fjölda fullorðinna heimilismanna, en innkoma efnaminni foreldra skerðist oft verulega við það þegar börn ná 18 ára aldri,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.