Categories
Fréttir

Hvers vegna ekki að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands?

Deila grein

17/12/2014

Hvers vegna ekki að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands?

lineikLíneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður ræddi á Alþingi í gær í störfum þingsins um verð á raforku og spurði hvort að ekki væri brýnt að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands í stað þess að vinna að útflutningi okkar umhverfisvænu orku?
„Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fiskmjölsiðnaðinum hér á landi því að í flestum verksmiðjunum eða bræðslunum er búið að koma upp rafskautakötlum í stað olíukatla þannig að skipt hefur verið úr olíunotkun yfir í rafmagnsnotkun,“ sagði Líneik Anna.
Nú ber hins vegar svo við að útlit er fyrir að rafskautakatlar verksmiðjanna standi ónotaðir í vetur og í staðinn verði brennt svartolíu á komandi loðnuvertíð, en orkufyrirtækin hafa tilkynnt miklar hækkanir á verði á ótryggðri orku á sama tíma og olíuverð lækkar.
„Verksmiðjurnar hafa haldið olíukötlunum við til að geta gripið til þeirra þegar rafmagn hefur verið skammtað. Nú virðist rafmagnsverðið vera að hækka um 30–50% þannig að einhver fyrirtæki hafa nú þegar ákveðið að skipta alfarið yfir í olíu,“ sagði Líneik Anna.
„Ég velti jafnframt fyrir mér hvaða áhrif þessar rafmagnshækkanir hafi á stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem hafa verið með nokkuð hagstæða samninga um notkun á umframorku í sínum rekstri,“ sagði Líneik Anna.
Nefndi Líneik Anna sem dæmi, hitaveitur, sundlaugar, íþróttahús, heilbrigðisstofnanir, elliheimili og skóla.
„Það getur ekki verið þjóðfélagi okkar til góðs að láta umframorkuna ónotaða, eyða þess í stað gjaldeyri í olíu og menga umhverfið þegar aðrar leiðir eru mögulegar,“ sagði Líneik Anna að lokum.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]