Categories
Fréttir

„Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“

Deila grein

12/03/2015

„Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“

Sigmundur-davíð„Það er megintillaga starfshópsins að skilgreina aðgang að háhraðanettengingu sem grunnþjónustu sem standa skal öllum landsmönnum til boða, óháð búsetu,“ segir í inngangi skýrslu starfshóps er var ætlað að finna útfærslu á markmiðum í stefnuyfirlysingu ríkisstjórnarinnar er varða byggðamál. Í skýrslunni, „Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“ er einnig vikið að sjónarmiðum um öryggi og áreiðanleika fjarskiptatenginga.
Settar eru fram tillögur um leiðir til átaks og eru megin tillögur starfshópsins eftirfarandi:

  1.  Aðgangur að háhraða fjarskiptatengingu verði grunnþjónusta sem standa skal öllum landsmönnum til boða óháð búsetu.
  2. Alþjónustumarkmið eða markmið í anda alþjónustu verði sett sem 100 Mb/s frá árinu 2020, ásamt tilheyrandi gæðaviðmiðum.
  3. Skilgreint verði átaksverkefni á landsvísu til sex ára (2015–2020) um uppbyggingu ljósleiðaraaðgangsneta á svæðum þar sem markaðsbrestur er til staðar.
  4. Fjarskiptasjóður aðstoði þá staði með sértækum aðgerðum sem fjarskiptafyrirtækin geta ekki veitt netþjónustu.

Útbreiðsla góðra nettenginga er því ein af meginforsendum ákvörðunar um búsetu og úrslitaatriði um þróun byggðar. Góðar nettengingar eru fyrirtækjum ekki síður mikilvægar. Samkeppnishæfni svæða og íbúabyggða má því, ásamt öðrum grunnþáttum mæla út frá ástandi fjarskipta.
Eitt af áhersluatriðum í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er að ráðast í átak í fjarskiptamálum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur bæði í hátíðarræðu 17. júní 2014 og í ávarpi á gamlársdag 2014 áréttað þau áform ríkisstjórnar sinnar.
„Til að leggja undirstöður að þessu markmiði er nauðsynlegt að ráðast í átak í öllum landshlutum. Starfshópurinn gerir þá tillögu að á næstu árum megi, með samstarfi við sveitarfélög og virkum útboðum á almennum markaði, vinna að settu markmiði,“ segir í inngangi skýrslunnar.
Hér má nálgast skýrsluna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.