Categories
Fréttir Greinar

Jólakveðja formanns!

Deila grein

22/12/2025

Jólakveðja formanns!

Kæri félagi,

Jól og áramót eru tímamót sem gefa okkur færi á að staldra við, njóta samveru og horfa fram á veginn.

Framsókn fagnaði 109 ára afmæli sínu þann 16. desember síðastliðinn og eins og gefur að skilja hafa skiptst á skin og skúrir í langri sögu flokksins. Árið sem er að líða hefur vissulega verið krefjandi en jafnframt minnt okkur á að þegar á reynir skiptir mestu að standa saman.

Það sem sameinar okkur er trú á samvinnu, festu og skynsemi. Við viljum byggja samfélag þar sem allir njóta jafnra tækifæra, mannréttindi eru virt og tryggja að lífsgæði hér á landi verði með þeim bestu sem þekkist. Saga Framsóknar er saga árangurs. Framsókn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stuðlað að mörgum framfaraskrefum í þágu íslensks samfélags. Framundan eru spennandi tímar og nú er lag að hefja sókn í íslenskum stjórnmálum.

Ég vona að þú njótir hátíðarinnar með þínum nánustu og að nýtt ár verði þér og þínum farsælt. Hittumst heil á nýju ári.

Með jólakveðju,
Sigurður Ingi Jóhannsson
Formaður Framsóknar