Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Guðveig Lind Eyglóardóttir

Deila grein

06/08/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Guðveig Lind Eyglóardóttir

Í Borgarbyggð leiddi Guðveig Lind Eyglóardóttir lista Framsóknar í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Guðveig Lind er fædd 1976 og uppalinn í Borgarnesi og er með BA gráða í Ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. „Ég starfa á Icelandair Hótel Hamar og og er í meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Ég hef leitt lista Framsóknar í Borgarbyggð síðan 2014. Ég er gift Vigfúsi Friðrikssyni verslunarmanni í Kaupfélagi Borgfirðinga og saman eigum við þrjú börn Ásdísi Lind, Hilmar Karl og Hallgrím.“
„Eftir að ég flutti aftur heim í Borgarnes árið 2013, eftir að hafa verið í burtu í nokkur ár, fann ég hvað taugarnar við gamla sveitarfélagið voru sterkar og tækifærin mikil til að efla svæðið. Þrátt fyrir að sveitarstjórnarstörfin taki mikinn tíma og orku oft á tíðum þá dvínar eldmóðurinn ekki fyrir því að vinna með sveitarstjórnarfólki af öllu landinu til að efla byggðir landsins og auka lífsgæði íbúa og starfsumhverfi fyrirtækja. Ég er sérstaklega þakklát fyrir það hversu heppin ég hef verið með öfluga félaga á lista Framsóknar hér í Borgarbyggð og ég er auðmjúk yfir því trausti sem mér hefur verið sýnt með því að gefa mér það tækifæri að leiða listann annað kjörtímabil.“

Mikil ábyrgð og áskorun að sitja í sveitarstjórn – ég er auðmjúk yfir traustinu

„Á kjörtímabilinu 2014-2018 kynntist ég öllum málaflokkum og starfsemi sveitarfélagsins vel. Ég hef setið í byggðarráði, fræðslunefnd og umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd ásamt því að taka þátt í fjölmörgum starfs- og vinnuhópum. Einnig hef ég setið í stjórn SSV (Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi).
Á síðasta kjörtímabili naut ég þess að fá frekari innsýn í fjölbreytt verkefni og starfsemi sveitarfélagsins sem hefur gert mig enn áhugasamari nýta krafta mína á vettvangi sveitarstjórnarmála.
Því fylgir mikil ábyrgð og áskorun að sitja í sveitarstjórn og vinna að því að tryggja stöðugleika í rekstrarumhverfi sveitarfélagsins samfara því að viðhalda góðri grunnþjónustu og vera framsækið hreyfiafl breytinga og framfara.
Fyrst og fremst hef ég áhuga á að nýta krafta mína til að vinna að framgangi góðra stefnumála og verkefna í þágu samfélagsins,“ segir Guðveig Lind.

Áherslumál Framsóknar í Borgarbyggð

Skapa trausta sveitarstjórn og stöðugleika í rekstri sveitarfélagsins. • Fagleg afgreiðsla nefnda og sveitarstjórnar er nauðsynleg til að vinna embættismanna og starfsmanna sveitarfélagsins geti verið góð og geti gengið greiðlega fyrir sig. • Að skapa jarðveg fyrir frekari uppbyggingu á atvinnustarfsemi og byggingu leiguíbúða. • Forsendur fyrir því að hægt sé að ráðast fyrir alvöru í kynningu og markaðssetningu á búsetukostum Borgarbyggðar er að grunnþættir innviða séu til staðar. • Við stefnum að lækkun gatnagerðargjalda og gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið, stórátak í uppbyggingu á leiguhúsnæði í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. • Framsóknarfólk trúir því að góð þátttaka allra aldurshópa í fjölbreyttum tómstundum og íþróttum hafi forvarnargildi, breyti samfélaginu til hins betra og auki lífsgæði íbúa. Við viljum því hefjast handa við undirbúning að skipulagi og byggingu á fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi. • Við leggjum áherslu á metnaðarfulla menntastefnu í leikskóla, grunnskóla og upp í framhaldsskóla. Hér þarf að stórefla sérfræðiþjónustu skólanna til að standast reglugerðir og koma til móts við ólíkan hóp nemenda. • Framsókn leggur áherslu á að þjónusta við eldri borgarar verði eins góð og kostur er og að fólk geti búið heima hjá sér eins lengi og unnt er. • Gera þarf gangskör í að bæta aðgengismál í sveitarfélaginu og huga sérstaklega að því við gerð nýrra gangstétta og gatna.

Fréttir og greinar

„Ég er algjörlega háð útivist“


„Ég á stóra fjölskyldu sem er mér afar kær og áhugamálin snúa helst að samveru með fjölskyldunni og vinum. Ég er algjörlega háð útivist og finnst ekkert betra en að ganga úti í náttúrunni allan ársins hring. Nýtt áhugamál datt inn í sumar en ég fór að sækja tíma í golfi og finn að það á vel við mig, enda ekki annað hægt en að njóta þar sem við eigum einn fallegasta golfvöll á landinu í Hamarslandi í Borgarnesi. Ég hef mikinn áhuga á jarðfræði Íslands og hef sérstaklega gaman að því að lesa og fræðast um allt sem því við kemur,“ segir Guðveig Lind.