Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Hjálmar Bogi Hafliðason

Deila grein

12/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Hjálmar Bogi Hafliðason

Í Norðurþingi leiddi Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, lista Framsóknarflokks og félagshyggjufólks. Hjálmar Bogi er 39 ára Húsvíkingur með sveitatengingu inn í Aðaldalinn. Hann er grunnskólakennari að mennt og er deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Hefur hann starfað við kennslu síðastliðin 13 ár auk þess kennt hin og þessi námskeið og starfað á meðferðarheimili fyrir unglinga.
„Ég var fyrst í framboði 18 ára árið 1998 og síðan eru liðin mörg ár. Setið í ótal nefndum og ráðum bæði á sveitarstjórnarstiginu eða hjá ríkinu síðan þá. Sat í sveitarstjórn árið 2010-2014 og af fáu er ég eins stoltur og þegar sveitarfélagið byggði gervigrasvöll og mötuneyti við Borgarhólsskóla. Framsókn hafði þá afgerandi forystu í málefnum sveitarfélagsins þar sem vörn var snúið í sókn þó að aðrir vilji skreyta sig með stolnum fjöðrum. Var varabæjarfulltrúi á síðasta kjörtímabili, er varaþingmaður og sinnt því áður,“ segir Hjálmar Bogi.

Þjónn samfélagsins

„Mér finnst gaman að láta gott af mér leiða með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Að vera þjónn samfélagsins og eiga samskipti við ólíka einstaklinga sem vilja fara ólíkar leiðir með sama markmið í huga; að gera samfélagið okkar betra. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar taki þátt í samfélaginu og það tel ég mig gera; á kórloftinu eða kórpöllunum, á leiksviðinu, í útkalli eða með því að slá kúlu á golfvellinum,“ segir Hjálmar Bogi.

Áherslumál Framsóknarflokks og félagshyggjufólks

Við leggjum áherslu á forvarnir og lýðheilsu í víðum skilningi • Það þarf að auka afþreyingu • Við viljum skipuleggja og hefja uppbyggingu á skíða- og útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk ofan Húsavíkur – þar opnast algjör paradís • Við viljum lækka álögur á barnafjölskyldur og bjóða upp á heimagreiðslur þannig að foreldrar hafi val um að vera heima með barni sínu eftir að fæðingarorlofi lýkur og til tveggja ára aldurs • Við viljum taka upp samninga við íþrótta- og tómstundafélög og auka í þann málaflokk með langtímamarkmið í huga • Sömuleiðis að stórauka hvatastyrki á sem víðustum grunni til barna og ungmenna, m.a. til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og hverju því sem stuðlar að vellíðan og þroska barna • Við viljum mæta framtíðinni og tæknivæða skólastarf, m.a. með því að hver nemandi frá 4. bekk grunnskóla og upp úr fái spjaldtölvu til afnota við nám

Fréttir og greinar

Húsavík rétt í þessu…

Ljósmynd: Hjálmar Bogi Hafliðason.