Categories
Fréttir Greinar

Laxeldi og auðlindir – tryggjum íslensk yfirráð

Deila grein

08/05/2025

Laxeldi og auðlindir – tryggjum íslensk yfirráð

Lax­eldi í sjó hef­ur á und­an­förn­um árum vaxið hraðar en flest­ar aðrar at­vinnu­grein­ar á Íslandi. Þessi ört stækk­andi at­vinnu­grein nýt­ir stór­brotn­ar auðlind­ir okk­ar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áður­nefnd­ar auðlind­ir eru tak­markaðar er mik­il­vægt að horfa til framtíðar með lang­tíma­hags­muni þjóðar­inn­ar að leiðarljósi þegar kem­ur að eign­ar­haldi og stjórn þessa geira.

Í dag er staðan sú að stór hluti fyr­ir­tækja í sjókvía­eldi við Íslands­strend­ur er í eigu er­lendra aðila, einkum frá Nor­egi. Er­lend fjár­fest­ing er mik­il­væg ís­lensku sam­fé­lagi, en það má ekki gleym­ast að yf­ir­ráð yfir auðlind­um og lyk­il­innviðum eiga að vera í hönd­um þjóðar­inn­ar sjálfr­ar.

Því er skrefið sem lagt er til í þings­álykt­un­ar­til­lögu, sem ég hef lagt fram á Alþingi ásamt þing­flokki Fram­sókn­ar, um að tak­marka eign­ar­hald er­lendra aðila í sjókvía­eldi við 25% afar mik­il­vægt. Ég vona að aðrir flokk­ar muni styðja við fram­gang þessa mik­il­væga máls á þingi. Þetta mál er í sam­ræmi við aðrar áhersl­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins um að tryggja inn­lent eign­ar­hald á bújörðum og for­gang al­menn­ings að raf­orku, og eru þetta þing­mál sem Fram­sókn hef­ur lagt fram á þessu lög­gjaf­arþingi. Mark­miðið er að tryggja yf­ir­ráð þjóðar­inn­ar yfir lyk­i­lauðlind­um sín­um. Með því styrkj­um við sjálfs­for­ræði Íslend­inga yfir at­vinnu­starf­semi sem bygg­ir á þjóðarauði, rétt eins og gert hef­ur verið í sjáv­ar­út­vegi um ára­bil. Við tryggj­um að ábat­inn verði nýtt­ur inn­an­lands til að efla byggðir, stuðla að ný­sköp­un, standa und­ir vax­andi kröf­um um sjálf­bærni og verja nátt­úru lands­ins.

Lög­gjöf í anda þess­ar­ar til­lögu er ekk­ert eins­dæmi. Í Fær­eyj­um hafa sam­bæri­leg­ar regl­ur tryggt að arður­inn af lax­eldi nýt­ist fær­eysku sam­fé­lagi, og reynsl­an þaðan sýn­ir að sjálf­stæð eign­arstaða styrk­ir bæði at­vinnu­grein­ina og sam­fé­lagið sem styður við hana.

Með skýr­um regl­um um eign­ar­hald í lax­eldi tryggj­um við að auðlind­ir okk­ar verði áfram und­ir okk­ar stjórn, að ís­lenskt sam­fé­lag njóti ávinn­ings­ins og að við byggj­um und­ir framtíðar­vel­ferð í sátt við nátt­úr­una. Það er lyk­il­atriði fyr­ir sjálf­stæði okk­ar sem þjóðar og fyr­ir heill næstu kyn­slóða.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. maí 2025.