Categories
Fréttir

LFK fagnar skipun Lilju D. Alfreðsdóttur

Deila grein

07/04/2016

LFK fagnar skipun Lilju D. Alfreðsdóttur

logo-lfk-gluggiLandssamband Framsóknarkvenna (LFK) fagnar skipun Lilju D. Alfreðsdóttur í embætti ráðherra. Þetta er í fyrsta skipti sem meirihluti ráðherra Framsóknarflokksins er kvenkyns. LFK fagnar þessari samþykktu tillögu formanns Framsóknarflokksins til þingflokks Framsóknar og þakkar honum fyrir þá áherslu sem hann hefur lagt á jafna stöðu kynjanna meðan hann gengdi stöðu Forsætisráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er þriðja konan sem kölluð er til starfa sem utanþingsráðherra og sjöundi kvenkynsráðherra Framsóknar.
LFK óskar Lilju velgengni í embætti.
Framkvæmdastjórn LFK, 7 apríl 2016