Categories
Fréttir

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við

Deila grein

07/04/2016

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við

rikisstjorn-sijÁ fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag féllst forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á tillögu forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum.
Á öðrum fundi ríkisráðs féllst forseti Íslands á tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra.
Í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar eru 10 ráðherrar.
Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra
  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
  • Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
  • Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
  • Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra

rikisstjorn-sij