Categories
Fréttir

„Lilja alveg með þetta“ – stórt skref í byggðaþróun í landinu

Deila grein

12/07/2019

„Lilja alveg með þetta“ – stórt skref í byggðaþróun í landinu

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir Lilju Alfreðdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, „alveg með þetta“ en að frumvarpsdrög um nýjan stuðningssjóð íslenskra námsmanna sé „verið að stíga mörg ár fram í sögu lánamála námsmanna,“ í yfirlýsingu í dag.
„Þetta er róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknu. Svo dæmi má nefna er veitt heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búa og starfa í brothættum byggðum. Það er stórt skref í byggðaþróun í landinu,“ segir Halla Signý.
Halla Signý segist vonast til að frumvarpið fái gott „gengi í málsmeðferð inn á Alþingi“ og hvetur hún endilega fólk að fara í samráðsgáttin og gera „athugasemdir sem nýtast munu í vinnu við frumvarpið“.