Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og frv. ráðherra og Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins nú í kvöld.
,,Ég er mjög ánægð með þessa sterku lista sem við munum tefla fram í komandi kosningum og tel þá sýna þann mikla félagsauð sem Framsóknarflokkurinn býr yfir. Við erum að fá inn nýja liðsmenn sem hafa ekki starfað í flokknum og er það ánægjulegt. Næstu dagar fara svo í að kynna okkur og fyrir hvað við stöndum. Við erum framsýnt og lausnamiðað fólk. Mín tilfinning er sú að almenningur sé að kalla eftir stöðugleika, trausti og reynslu í íslensk stjórnmál og það er svo sannarlega eitthvað sem við búum yfir og höfum sýnt í verki.” sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að loknum fundi nú kvöld.
Lilja Dögg mun leiða í Reykjavík suður og Lárus Sigurður í Reykjavík norður. Alex Björn og Birgir Örn skipa annað og þriðja sæti listans í Reykjavík suður og Kjartan Þór og Tanja Rún í Reykjavík norður.
Reykjavík norður:
1. Lárus Sigurður Lárusson, héraðsdómslögmaður
2. Kjartan Þór Ragnarsson, framhaldsskólakennari
3. Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
4. Ágúst Jóhannsson, markaðsstjóri og handboltaþjálfari
5. Ingveldur Sæmundsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Jón Finnbogason, vörustjóri
7. Snædís Karlsdóttir, laganemi
8. Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður
9. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
10. Kristrún Hermannsdóttir, framhaldsskólanemi
11. Guðrún Sigríður Briem, húsmóðir
12. Kristinn Snævar Jónsson, rekstrarhagfræðingur
13. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
14. Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur
15. Snjólfur F Kristbergsson, vélstjóri
16. Agnes Guðnadóttir, starfsmaður
17. Frímann Haukdal Jónsson, rafvirkjanemi
18. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, hárskeri
19. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur
20. Griselia Gíslason, skólaliði
21. Andri Kristjánsson, bakari
22. Frosti Sigurjónsson, fyrrv. alþingismaður
Reykjavík Suður:
1. Lilja D. Alfreðsdóttir, alþingismaður
2. Alex B. Stefánsson, háskólanemi
3. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður
4. Björn Ívar Björnsson, háskólanemi
5. Jóna Björg Sætran, varaborgarfulltrúi
6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, þakdúkari
7. Helga Rún Viktorsdóttir, heimsspekingur
8. Guðlaugur Siggi Hannesson, laganemi
9. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
10. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdarstjóri
11. Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, háskólanemi
12. Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri
13. Gerður Hauksdóttir, ráðgjafi
14. Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, vaktstjóri
15. Bragi Ingólfsson, efnaverkfræðingur
16. Jóhann Halldór Sigurðsson, háskólanemi
17. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi
18. Elías Mar Caripis Hrefnuson, vaktstjóri
19. Lára Hallveig Lárusdóttir, útgerðamaður
20. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur
21. Sigrún Sturludóttir, húsmóðir
22. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. alþingismaður
Categories
Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík
06/10/2017
Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík