Categories
Fréttir

Lilja hringdi bjöllunni þegar Ísland færðist upp um gæðaflokk

Deila grein

21/09/2022

Lilja hringdi bjöllunni þegar Ísland færðist upp um gæðaflokk

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hringdi kauphallarbjöllunni í morgun þegar íslenski hlutabréfamarkaðurinn færðist upp um gæðaflokk hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Kauphöllin fagnaði áfanganum með bjölluathöfn.Við opn­un markaða í morg­un færðist Ísland upp um gæðaflokk hjá vísi­tölu­fyr­ir­tæk­inu FTSE Rus­sell í flokk ný­markaðsríkja (e. Second­ary Emerg­ing mar­kets). Lilja, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra,  Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar og Magnús Harðar­son, for­stjóri Nas­daq Ice­land hringdu af því til­efni fyrstu viðskipti dags­ins inn við at­höfn í Kaup­höll­inni

Í dag, 19. September 2022, tók nýja flokkunin gildi en Ísland er þá í flokki nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá FTSE Russell. Búast má við því að með þessari flokkun  Íslands  verði hægt að greiða fyrir  innflæði verulegs fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf sem getur stutt við fjármögnunarmöguleika skráðra fyrirtækja.

,,Breið þátttaka almennings í hluta- og skuldabréfamörkuðum styður við fjárfestingar í innviðum, nýsköpun og tækniframförum. Það er því ánægjulegt að sjá þessa hækkun á milli fjárfestingaflokka hér í Kauphöllinni. Legg þó áherslu á að sígandi lukka er best og að innflæði beinnar erlendar fjárfestingar aukist jafnt og þétt,” segir Lilja. 

Menningar- og viðskiptaráðherra lagði áherslu á mikilvægi fjárfestinga í samfélögum, sem einn helsta drifkraftinn í framförum. Fjárfestingastig þjóða segir mikið til um hvernig framtíðin lítur út og því þurfum við alltaf að vera á táum að fjárfest sé næginlega í meðal annars innviðum, menntun og hátækni.

15 fé­lög fá öll sæti í vísi­töl­unni í dag, en Ísland verður tekið inn í þrem­ur skref­um. Fyrsta skrefið var tekið í morg­un, þriðjung­ur af væg­inu verður tekið inn í des­em­ber og lokaþriðjung­ur­inn í mars.

Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 19. september 2022.

Mynd: Stjórnarráðið