Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ

Deila grein

24/05/2022

Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ

B-listi Framsóknar og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í Suðurnesjabæ. Samkomulag þess efnis var undirritað sunnudaginn 22. maí af bæjarfulltrúum beggja framboða.

Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa.

Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anton Guðmundsson, oddviti B-listans, verður formaður bæjarráðs.

Stefnt er að því að boða til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar í næstu viku.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðiflokkur og óháðir, Bæjarlistinn og Samfylkingin og óháðir.

Sjálfstæðisflokkur og óháðir hlutu 3 bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur og H-listi fólksins sameinuðu krafta sína undir merkjum D-listans og töpuðu því í raun tveimur fulltrúum. Bæjarlistinn sem bauð fram í fyrsta skipti hlaut 2, Samfylking og óháðir 2 og Framsóknarflokkur 2 og bættu við sig einum. Bæjarlistann vantaði 30 atkvæði til að fella annan mann Framsóknarflokksins og Samfylkinguna vantaði 53 atkvæði til þess saman.

Úrslit:

SuðurnesjabærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarfl.og óháðra30418.88%22.38%1
D-listi Sjálfstæðisfl.og óháðra47529.50%3-24.75%-2
O-listi Bæjarlistans42726.52%226.52%2
S-listi Samfylkingar og óháðra40425.09%225.09%2
J-listi Jákvæðs samfélags-29.25%-3
Samtals gild atkvæði1,610100.00%90.00%0
Auðir seðlar432.59%
Ógild atkvæði90.54%
Samtals greidd atkvæði1,66260.95%
Kjósendur á kjörskrá2,727
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Einar Jón Pálsson (D)475
2. Jónína Magnúsdóttir (O)427
3. Sigursveinn Bjarni Jónsson (S)404
4. Anton Kristinn Guðmundsson (B)304
5. Magnús Sigfús Magnússon (D)238
6. Laufey Erlendsdóttir (O)214
7. Elín Frímannsdóttir (S)202
8. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir (D)158
9. Úrsúla María Guðjónsdóttir (B)152
Næstir innvantar
Jón Ragnar Ástþórsson (O)30
Önundur S. Björnsson (S)53
Svavar Grétarsson (D)134