Categories
Greinar

Fram­tíðin er í sam­ræmdum vef­gáttum

Deila grein

23/05/2022

Fram­tíðin er í sam­ræmdum vef­gáttum

Áhverju ári kemur fram ný tækni sem auð­veldar okkur lífið og við verðum að vera dug­leg að nýta okkur hana og til­einka. Sí­fellt fleiri mögu­leikar opnast með raf­rænum lausnum og mikil­vægt er að ríkið sé til­búið að inn­leiða þær í sitt verk­lag. Raf­rænar vef­gáttir hafa verið að ryðja sér til rúms í auknum mæli, enda eru þær til þess fallnar að spara tíma, tryggja betra að­gengi al­mennings að gögnum á­samt því að auka skil­virkni og að­hald í vinnu­brögðum.

Mikil­vægt er að við nýtum kosti raf­rænnar þjónustu til hins ýtrasta. Því hef ég lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu um sam­ræmda vef­gátt leyfis­veitinga og ein­földun á ferli við undir­búning fram­kvæmda. Í slíkri gátt mætti finna öll gögn í máls­með­ferð vegna leyfis­veitinga fram­kvæmda og nauð­syn­legra undan­fara hennar. Með gáttinni væri ferli leyfis­veitinga auð­veldað til muna, en máls­með­ferð þeirra og mat á um­hverfis­á­hrifum er flókið, tíma­frekt og ó­skil­virkt ferli í nú­verandi mynd.

Ein­földum ferlið

Með raf­rænni þjónustu geta ó­líkar stofnanir unnið í sömu gátt og með því tryggt greiðara flæði gagna milli máls­með­ferða. Með raf­rænni gátt og breyttu verk­lagi má ein­falda ferlið til muna.

Tals­vert er um tví­verknað í kerfinu. Sömu gögn eru í­trekað lögð fram og aðilar þurfa oft að koma að sama máli. Um­sagnar- og kynningar­ferli tekur mikinn tíma og þá er ó­gagn­sæið tölu­vert. Einnig er að­gengi að gögnum erfitt sem gerir það tor­velt að fylgja málum eftir. Nokkur árangur náðist við að gera ferla tengda um­hverfis­mati mark­vissari með setningu nýrra laga um um­hverfis­mat fram­kvæmda og á­ætlana, nr. 111/2021, en mikil­vægt er að ganga enn lengra í sam­þættingu og ein­földun á öllum ferlum.

Gagna- og sam­ráðs­gátt mikil­vægt skref en ekki nóg

Hér ber að nefna að á­kveðið var að koma upp gagna- og sam­ráðs­gátt sem Skipu­lags­stofnun á að starf­rækja. Hún á að taka til skipu­lags, um­hverfis­mats og fram­kvæmda­leyfis. Skipu­lags­gáttin sem unnið er að mun fela í sér veiga­mikla breytingu varðandi að­gengi að upp­lýsingum og skil­virkni skipu­lags­ferla. Hún mun líka vera hvati til sam­ræmdra vinnu­bragða.

Hér þarf hins vegar að hafa í huga að ferli fram­kvæmda tekur til mun fleiri þátta en þessara og því mikil­vægt að sam­ráðs­gátt taki til allra ferla frá upp­hafi til enda. Hér er vísað til þess að margar fram­kvæmdir, eins og auð­linda­nýting ýmiss konar, hefjast á ferli rann­sókna og gagna­söfnunar sem háð er um­sóknum, leyfum, gagna­skilum, upp­lýsinga­gjöf o.fl. til opin­berra aðila, sem koma svo aftur inn í aðra ferla síðar í fram­kvæmda­ferlinu.

Því er mikil­vægt að gagna- og sam­ráðs­gátt sé ekki bundin við Skipu­lags­stofnun heldur ætti hún að standa utan stofnana ef svo má segja, og að allar hlutað­eig­andi stofnanir sem koma að hverri og einni fram­kvæmd, frá upp­hafi til enda hennar, hafi að­gang að gáttinni.

Stígum inn í nú­tímann

Þeir sem þekkja til við ferlið hafa líkt því við Ást­rík og þrautirnar tólf. Með öll þau tæki­færi sem eru til staðar árið 2022 er það ekki boð­legt. Á­vinningur af sam­ræmdri vef­gátt er aug­ljós og því er mikil­vægt að stuðla að fram­þróun í takt við breytta tíma og bætta tækni.

Ingibjörg Isaksen

Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí 2022.