Categories
Fréttir

„Metnaðarfullt samstarf hófst í barnaverndarmálum í dag“

Deila grein

28/06/2019

„Metnaðarfullt samstarf hófst í barnaverndarmálum í dag“

Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir í yfirlýsingu að það sé fagnaðarefni að Kópavogsbær, félagsmálaráðuneytið, UNICEF og Kara connect hafi sett af stað metnaðarfullt verkefni í barnaverndarmálum um bæta upplýsingagjöf og samstarf „innan kerfisins“ með að markmiði að koma börnum og fjölskyldum þeirra fyrr til aðstoðar en nú sé.
„Við lögðum mikla áherslu á snemmtæka íhlutun í málefnum barna í síðustu sveitarstjórnarkosningum og gleðilegt að sjá það áherslumál raungerast. Kópavogur verður í fararbroddi sveitarfélaga þegar kemur að barnaverndarmálum,“ segir Birkir Jón.
„Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, er að gera virkilega góða hluti í þessum málaflokki og það verður spennandi að sjá afrakstur verkefnisins. Velferð barna er forgangsmál á Íslandi í dag þökk sé metnaðarfullum ráðherra.“