Categories
Fréttir Greinar

Neytendavernd viðkvæmra hópa

Deila grein

01/10/2024

Neytendavernd viðkvæmra hópa

Neyt­enda­mál hafa verið í for­gangi í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu á kjör­tíma­bil­inu. Þannig hef­ur viðskipta­bönk­un­um til að mynda verið veitt aðhald með út­tekt á gjald­töku þeirra og arðsemi, stutt hef­ur verið við verðlags­eft­ir­lit á dag­vörumarkaði, niðurstaða út­tekt­ar á trygg­inga­markaðnum er vænt­an­leg fyr­ir ára­mót og ný­verið mælti ég fyr­ir heild­stæðri stefnu í neyt­enda­mál­um til árs­ins 2030. Ein aðgerðanna í þeirri stefnu snýr að neyt­enda­vernd viðkvæmra hópa, en ákveðnir hóp­ar neyt­enda í til­tekn­um aðstæðum geta verið viðkvæm­ir fyr­ir markaðssetn­ingu og aug­lýs­ing­um og þurfa því sér­staka vernd, svo sem börn, eldri borg­ar­ar og fatlað fólk.

Við höf­um m.a. litið til sam­an­b­urðarríkja í þess­um efn­um þar sem ým­is­legt hef­ur verið til skoðunar, eins og t.d. end­ur­skoðun á stöðlum fyr­ir barna­vör­ur, fjár­málaráðgjöf til neyt­enda sem standa höll­um fæti fjár­hags­lega og aukið gagn­sæi og ráðgjöf til að nálg­ast upp­lýs­ing­ar. Á þing­mála­skrá minni er m.a. að finna frum­varp til markaðssetn­ing­ar­laga sem inni­held­ur ákvæði sem snúa að viðskipta­hátt­um sem bein­ast að börn­um og ung­ling­um und­ir 18 ára aldri. Ákvæðið bygg­ist á sam­bæri­leg­um ákvæðum í dönsku og norsku markaðssetn­ing­ar­lög­un­um sem byggj­ast að miklu leyti á siðaregl­um Alþjóðaviðskiptaráðsins um aug­lýs­ing­ar og markaðssetn­ingu að því er varðar vernd barna og ung­linga.

Á Íslandi hafa mál­efni smá­lána verið til sér­stakr­ar skoðunar und­an­far­in ár og hafa stjórn­völd, með Neyt­enda­stofu í broddi fylk­ing­ar, lagt tals­vert kapp á að koma smá­lána­starf­semi í lög­mætt horf. Þannig hef­ur smá­lána­starf­semi tekið mikl­um breyt­ing­um í kjöl­far eft­ir­litsaðgerða m.a. með skil­grein­ingu viðbót­ar­kostnaðar, út­gáfu raf­bóka, lána­starf­semi frá Dan­mörku o.s.frv. Eft­ir nauðsyn­leg­ar laga­breyt­ing­ar hef­ur ekki borið jafn mikið á ólög­mæt­um smá­lán­um og var fyr­ir breyt­ing­una. Hins veg­ar hafa viðskipta­hætt­ir tengd­ir smá­lán­um breyst og tekju­lind­in virðist hafa færst yfir í lög­inn­heimtu tengda smá­lán­um með til­heyr­andi vanda­mál­um fyr­ir viðkvæma neyt­end­ur. Neyt­end­ur, og sér­stak­lega neyt­end­ur í viðkvæmri stöðu, leita oft ekki rétt­ar síns þar sem þá skort­ir fjár­magn, tíma og þekk­ingu, auk þess sem mála­ferl­um fylg­ir oft óhagræði. Til skoðunar er að inn­heimtu­hætt­ir á þess­um markaði verði kortlagðir og að fyr­ir­komu­lag eft­ir­lits með frum-, milli- og lög­inn­heimtu verði end­ur­skoðað heild­stætt til að unnt sé að taka á órétt­mæt­um inn­heimtu­hátt­um.

Í neyt­enda­mál­um líkt og öðrum mál­um skipt­ir máli að huga sér­stak­lega að viðkvæm­ustu hóp­um sam­fé­lags­ins. Það vilj­um við gera með auk­inni fræðslu, aðhaldi og eft­ir­liti til þess að efla rétt neyt­enda á breiðum grunni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. október 2024.