Categories
Fréttir

Njóta innlendir framleiðendur sanngirni?

Deila grein

03/04/2023

Njóta innlendir framleiðendur sanngirni?

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til matvælaráðherra um samanburð á framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti.

Ingibjörg spyr matvælaráðherra hvort sambærilegar kröfur og reglur um aðbúnaðvið og framleiðslu séu gerðar um heilbrigði og velferð dýra? Ef svo sé ekki, hverjar séu þá umfram kröfurnar og reglurnar sem innlendir framleiðendur verði að lúta í þeim efnum.

Eins spyr Ingibjörg hvort, ef svo sé að strangari kröfur séu gerðar hér á landi, greint hafi verið hver sé umfram kostnaðurinn við innlenda kjötframleiðslu í samanburði við framleiðslu á innfluttu kjöti vegna strangari krafna hérlendis.

Ingibjörg spyr einnig matvælaráðherra hvort það séu gerðar mismunandi kröfur varðandi sýklalyfjanotkun við framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti og þá hverjar, ef svo sé. Þá kallar hún eftir að fá upplýst hversu mikið magn sé notað af sýklalyfjum við framleiðsluna.

Í framhaldi spyr Ingibjörg um afstöðu matvælaráðherra til þess hvort áform séu um að merkja kjöt sérstaklega sem sé meðhöndlað með sýklalyfjum með fyrirbyggjandi hætti eða hvort upplýsa eigi neytendur um slíka sýklalyfjanotkun með einhverjum hætti. Þá er lagt fyrir ráðherra að svara hvort geti komið til þess að takmarka eða banna innflutning eða dreifingu dýraafurða sem eru framleiddar í andstöðu við lög um velferð dýra.

Þá spyr Ingibjörg hvort fylgst hafi verið með og skráð hvort innlend framleiðsla á kjöti hafi dregist saman samhliða auknum innflutningi á kjöti síðustu 10 ár. Ef ekki, sé matvælaráðherra umhugað að halda utan um slíkar upplýsingar með einhverjum hætti?

Það verður fróðlegt að rýna svör matvælaráðherra þegar þau berast, það er mikið í húfi fyrir land og þjóð, þó sé ekki nema það að vera á sömu blaðsíðunni.

Framsókn hefur barist fyrir því að banna dreifingu á matvælum með sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Heiminum öllum stafar ógn af sýklalyfjaónæmi og eru spár vísindamanna ógnvænlegar, ef ekki verði brugðist við af mikilli festu, enda muni um 10 milljónir deyja af völdum sýklalyfjaónæmra baktería árið 2050, fleiri en af völdum krabbameins.

***