Categories
Fréttir Greinar

Til varnar lýðræðinu

Deila grein

02/04/2023

Til varnar lýðræðinu

Fall Berlín­ar­múrs­ins er ein sterk­asta minn­ing mín úr æsku. Ég man það eins og í gær þegar hundruð Aust­ur-Þjóðverja þyrpt­ust að tákn­mynd ein­ræðis­ins og Berlín­ar­múr­inn var mölvaður niður. Ég sat með pabba og horfði á þenn­an sögu­lega viðburð í beinni út­send­ingu og geðshrær­ing­in var mik­il. Sov­ét­rík­in voru fall­in og með þeim þeir ein­ræðis­stjórn­ar­hætt­ir sem ráðið höfðu ríkj­um hand­an járntjalds­ins. Fólkið braust út úr fjötr­um hræðilegs stjórn­ar­fars, sem elur ekk­ert af sér annað en ótta og kúg­un. Ekki bjóst ég við því að um rúm­um ald­ar­fjórðungi síðar væri Evr­ópa að fást við fas­isma í tún­fæti sín­um.

Ræt­ur ein­ræðis

„Ein­ræðis­hyggja er ekki póli­tísk hug­mynda­fræði held­ur aðferð til hrifsa til sín völd og halda þeim,“ þannig skil­greindi fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og pró­fess­or­inn Madeleine Al­bright viðfangs­efnið. Þessi póli­tíska aðferðafræði er að vísu leyti frem­ur óljós en hef­ur verið beitt bæði af stjórn­mála­mönn­um lengst til hægri og vinstri. Upp­sprettu ein­ræðis­hyggju má oft rekja til óánægju eða reiði al­menn­ings, hvort held­ur vegna tapaðs stríðs, glataðra landsvæða, at­vinnum­issis eða ein­hverr­ar blöndu þess­ara þátta. Þekkt­ustu leiðtog­ar ein­ræðis­hyggju hafa oft búið yfir ákveðum per­sónutöfr­um sem gera þeim kleift að tengj­ast fjöld­an­um til­finn­inga­bönd­um, breyta reiði al­menn­ings í hug­læga sam­stöðu og til­gang. Ásamt því hafa leiðtog­ar þeirra lagt of­ur­vald á að hafa stjórn á upp­lýs­ing­um í ríkj­um sín­um. Hvort held­ur með um­fangs­mikl­um áróðri, upp­lýs­inga­óreiðu eða fals­frétt­um. Mark­miðið er í raun að bæla frjálsa hugs­un.

Hrika­leg­ar af­leiðing­ar ein­ræðis­hyggju 20. ald­ar­inn­ar

Sag­an hef­ur sýnt okk­ur að fas­ist­ar kom­ast sjaldn­ast til valda með vald­aránstilraun held­ur taka þeir eitt skref í einu og fylgja oft leik­regl­um lýðræðis­ins. Eft­ir mis­heppnað vald­arán í Bæj­aralandi árið 1923 í suður­hluta Þýska­lands ein­beitti Nas­ista­flokk­ur­inn sér að því að kom­ast lög­legu leiðina að völd­um en tók þátt í kosn­inga­s­vindli sem leiddi að lok­um til þess að Ad­olf Hitler var skipaður kansl­ari. Í kjöl­farið réðst hann gegn stofn­un­um rík­is­ins, ógnaði póli­tísk­um and­stæðing­um og kom á alræðis­stjórn. Ítal­ía var und­ir fasískri stjórn í rúma tvo ára­tugi, þar sem Benito Mus­sol­ini réð ríkj­um. Af­leiðing­ar stjórn­ar­fars­ins í Þýskalandi og Ítal­íu voru hrika­leg­ar. Þýska­land hóf seinni heims­styrj­öld­ina og þegar yfir lauk er talið að um 80 millj­ón­ir manna hafi lát­ist í átök­un­um, sem náðu alla leið til Asíu, og þar af að minnsta kosti sex millj­ón­ir Gyðinga og aðrir minni­hluta­hóp­ar sem voru skipu­lega myrt­ir í hel­för­inni.

Lýðræði er far­sæl­asta stjórn­ar­farið en stuðning­ur minnk­ar

Lýðræði er horn­steinn far­sæld­ar í vest­ræn­um sam­fé­lög­um. Stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagið er ekki galla­laust. Hins veg­ar hef­ur ekk­ert stjórn­ar­far reynst betra enda bygg­ist það á skýr­um lög­um, frelsi ein­stak­linga til at­hafna og tján­ing­ar, vald­dreif­ingu og sjálf­stæðum dóm­stól­um ásamt reglu­bundn­um kosn­ing­um. Þessi grund­vall­ar­atriði stjórn­ar­fars hafa skapað mik­il auðæfi og vel­sæld í þeim sam­fé­lög­um sem hafa virt og hlúð að lýðræðinu. Staða lýðræðis á heimsvísu er þó brot­hætt. Mik­il eft­ir­vænt­ing og bjart­sýni greip um sig við fall Berlín­ar­múrs­ins og þá til­finn­ingu að lýðræði væri að ná yf­ir­hönd­inni. Því miður er vax­andi skoðun að annað stjórn­ar­far en lýðræði geti búið til betri lífs­kjör. Lýðræðis­vís­ir tíma­rits­ins „The Econom­ist“, sem fylg­ist með lýðræði um all­an heim og bygg­ir á mæli­kvörðum á borð við virðingu fyr­ir réttri málsmeðferð og trúfrelsi, gef­ur til kynna að heilsu lýðræðis hafi farið hrak­andi í 70 lönd­um frá ár­inu 2017. Sam­hliða því hafa skoðanakann­an­ir sýnt að þótt flest­ir trúi á full­trúa­lýðræði tel­ur einn af hverj­um fjór­um já­kvætt að leyfa leiðtoga að stjórna án aðkomu þings eða dóms­kerf­is. Einn af hverj­um fimm er hlynnt­ur her­stjórn. Að sama skapi kom fram í nýj­ustu grein­ingu Lýðræðis marg­breyti­leik­ans að um 72% íbúa heims­ins búa við ein­ræði, sam­an­borið við 50% fyr­ir ára­tug. Í fyrsta sinn í meira en tvo ára­tugi eru fleiri ein­ræðis­rík­is­stjórn­ir en lýðræðis­rík­is­stjórn­ir.

Or­sak­ir dvín­andi til­trú­ar á lýðræði á 21. öld­inni

Það er öf­ug­snúið að eina skýr­ingu á þess­ari þróun í sam­tím­an­um má rekja til þeirra um­fangs­miklu tækni­fram­fara sem við njót­um á hverj­um degi. Segja má að sjald­an hafi ein­stak­ling­ur­inn upp­lifað eins mikl­ar fram­far­ir á jafn skömm­um tíma. Gervi­greind­in, sem tröllríður öllu um þess­ar mund­ir, er einnig spenn­andi en marg­ar áskor­an­ir munu fylgja þess­um breyt­ing­um sem hún hef­ur í för með sér. Það er þó einkum tvennt sem fylg­ir þessu tækniumbreyt­inga­skeiði sem minnk­ar til­trúna á lýðræðið. Í fyrsta lagi þró­un­in á vinnu­markaðnum. Mik­il til­færsla er að eiga sér stað í hag­kerf­inu með nýrri tækni. Hefðbund­in störf líkt og í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, leigu­bíl­stjór­ar, prent­ar­ar og fleiri hafa upp­lifað að störf­in séu úr­elt eða mikl­ar breyt­ing­ar á starfs­um­hverfi sínu í fjórðu iðnbylt­ing­unni. Þessi þróun er ekki ný af nál­inni og ekki svo ólík þeirri sem var uppi í kjöl­far iðnaðar- og tækni­bylt­inga á fyrri tím­um. Í sum­um ríkj­um í Evr­ópu er eitt af hverj­um fjór­um ung­menn­um án at­vinnu og hlut­fallið er enn hærra hjá inn­flytj­end­um. Það er því skilj­an­legt að efi geti farið að mynd­ast gagn­vart lýðræðinu, sem virðist ekki finna þess­um ein­stak­ling­um stað í til­ver­unni. Í öðru lagi mikið magn af upp­lýs­inga­óreiðu og fals­frétt­um og verri staða rit­stýrðra fjöl­miðla. Þessi fyr­ir­bæri eru þó ekki ný af nál­inni. Frægt er í sjálf­stæðis­stríði Banda­ríkj­anna, þegar sjálf­ur Benja­mín Frank­lín notaði prentvél­ina til að dreifa „fals­frétt­um“ um voðaverk Breta. Í þá daga var það mik­il fyr­ir­höfn að koma slík­um sög­um af stað og náði til tak­markaðs fjölda. Annað dæmi er hvernig nas­ist­ar í Þýskalandi gáfu hverju heim­ili út­varp til að breiða út áróður. Á öld sam­fé­lags­miðla er staðan hins veg­ar allt önn­ur. Í dag er auðvelt og ódýrt að dreifa „fals­frétt­um“ til breiðs hóps ein­stak­linga. Nán­ast ómögu­legt er að átta sig á því hvort frétt­ir á Face­book komi frá ábyrg­um blaðamanni, áhrifa­valdi, er­lendri rík­is­stjórn eða er fram­leidd af gervi­greind. Sam­bland efna­hags­legr­ar óvissu og skorts á úrræðum í þeim efn­um frá lýðræðis­lega kjörn­um stjórn­mála­mönn­um get­ur verið gróðrar­stía fyr­ir fas­isma. Efna­hags­leg­ur og póli­tísk­ur óstöðug­leiki óx í fram­haldi af fjár­málakrepp­unni 2008. Auk­in óánægja hef­ur þó víða kraumað und­ir frá því fyr­ir alda­mót þar sem ýtt hef­ur verið und­ir þá skoðun að hnatt­væðing hafi leitt til auk­ins efna­hags­legs ójafnaðar og flutn­ings á hefðbundn­um störf­um. Slík­ar skoðanir hafa víða kynt und­ir gremju og óánægju.

Hlut­verk fjöl­miðla stórt í lýðræðis­legri umræðu

Frjáls­ir fjöl­miðlar veita stjórn­völd­um, stofn­un­um og at­vinnu­líf­inu nauðsyn­legt aðhald. Án traustra og óhlut­drægra fjöl­miðla minnka lík­urn­ar á að fram­kvæmd lýðræðis­legra kosn­inga sé traust og þá dreg­ur jafn­framt úr póli­tískri ábyrgð. Tekju­öfl­un þeirra hef­ur átt veru­lega und­ir högg að sækja vegna sam­fé­lags­miðla og stórra efn­isveitna, þar sem aug­lýs­inga­tekj­ur hafa í vax­andi mæli farið til þess­ara fyr­ir­tækja. Að mínu mati eru berg­máls­hell­ar sam­tím­ans og al­grím­ar ekki til þess falln­ir að styðja við lýðræðis­lega umræðu.

Til að styðja við frjálsa fjöl­miðla á Íslandi er unnið að nýrri fjöl­miðlastefnu til árs­ins 2030 sem ætlað er að styrkja og styðja við rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Frum­varp um rekstr­ar­styrki til fjöl­miðla ligg­ur fyr­ir Alþingi og gert er ráð fyr­ir aukn­um stuðningi í formi skatta­legra íviln­ana í nýrri rík­is­fjár­mála­áætl­un, sem nem­ur tæp­um 2 mö. kr. á tíma­bil­inu. Auk þess sem unnið verður að því að draga úr um­svif­um Rík­is­út­varps­ins á sam­keppn­ismarkaði. Köld rök­vísi seg­ir okk­ur að nú­ver­andi staða á fjöl­miðlum er ekki sjálf­bær.

Loka­orð

Tíu vik­um eft­ir dauða Frank­lins Roosevelts og tæp­um tveim­ur mánuðum eft­ir upp­gjöf Þjóðverja flaug Harry Trum­an for­seti Banda­ríkj­anna til San Francisco til að ávarpa full­trúa hinna ný­stofnuðu Sam­einuðu þjóða. Ræða hans ein­kennd­ist af mik­illi bjart­sýni og von­ar­neista um bjart­ari tíma en að sama skapi hafði hann uppi sterk varnaðarorð: „Ein­ræðis­hyggja dó ekki með Mus­sol­ini“ varaði hann við og hann hélt áfram: „Hitler kann að vera dauður, en fræ­in sem hans sjúki heili sáði náðu því miður fót­festu í hug­um of margra. Staðreynd­in er sú að auðveld­ara er að losa sig við harðstjóra og eyðileggja fanga­búðir held­ur en að drepa hug­mynd­irn­ar sem urðu kveikj­an að þeim.“ Harry Trum­an var einkum að vísa til þeirr­ar hug­mynda­fræði að eig­in þjóð byggi yfir eig­in­leik­um og rétt­ind­um um­fram alla aðra. Seinni heims­styrj­öld­in var hug­mynda­fræðilegt stríð, þar sem lýðræðisöfl­in börðust við fas­ista. Næsta stríð sem háð var, kalda stríðið, var einnig stríð hug­mynda, þ.e. lýðræði gegn komm­ún­isma. Þriðja hug­mynda­fræðilega stríðið er hafið með inn­rás Rússa í Úkraínu.

Það kem­ur óþægi­lega á óvart að sjá upp­gang fasískr­ar hug­mynda­fræði og hreyf­inga á 21. öld­inni í ljósi þeirra hörmu­legu af­leiðinga sem slík­ar stjórn­ir höfðu á 20 öld­inni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. apríl 2023.