Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, segir að það hafi verið gefandi að stýra Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári með samstarfsráðherrum Norðurlandanna, nú þegar Danmörk mun taka við formennskunni á Norðurlandsráðsþingi í Stokkhólmi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans í dag.
„Ísland hefur í ár gegnt formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar en á síðustu mánuðum höfum við unnið að því að gera Norðulöndin opnari. Fólk á að geta flutt, farið á milli landa vegna vinnu, stundað nám og stofnað fyrirtæki í hinu löndunum án þess að eiga á hættu að lenda á gráu svæði vegna þess að lög og reglur eru ekki nógu skýrar. Slíkar hindranir eru eitt af þeim verkefnum sem skiptir okkar Íslendinga máli, þar sem hlutfallslega flestir Íslendingar búa í öðru Norrænu landi, eða 7-8%. Það hefur verið gefandi að stýra Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári með samstarfsráðherrum Norðurlandanna. Okkar helsta verkefni hefur verið að búa til framtíðarsýn um að Norðulöndin eigi að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Á okkar síðasta fundi, á okkar formennskuári, kom skýr vilji annarra ráðherra að unnið yrði að verkefnum sem gera Norðurlöndin sterkari saman,“ segir Sigurður Ingi.
Categories
Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims
29/10/2019
Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims