Categories
Fréttir

Norræn menning blómstrar!

Deila grein

31/05/2023

Norræn menning blómstrar!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, sat stjórnarfund Norræna menningarsjóðsins í vikunni. Verkefni fundarins var að fara yfir þá styrki sem voru veittir á þessu ári og þá öflugu listamenn sem hafa sótt um styrki í sjóðinn.

„Gróskan er mikil og hlakka til að halda áfram að fylgjast með norrænni menningu blómstra,“ sagði Hafdís Hrönn.

„Á fundinum var samþykkt að halda næsta vorfund á Íslandi sem er fagnaðarefni því venjan er að fundirnir séu haldnir í Kaupmannahöfn. Þá var þetta síðasti fundur Benny Marcel sem hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins í 8 ár og lagt mikið til í því hvernig sjóðurinn hefur vaxið og styrkst á þeim árum,“ sagði Hafdís Hrönn.

Norræni menningarsjóðurinn er norrænn styrktarsjóður sem styrkir norræn samstarfsverkefni á sviði lista (myndlistar, leiklistar, dans, tónlistar og bókmennta). Í gegnum tíðina hefur sjóðurinn aðallega styrkt listviðburði. Hann var stofnaður af Norðurlandaráði 1. september 1966. Höfuðstöðvar sjóðsins eru í Kaupmannahöfn. Stjórn sjóðsins skipa tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna auk eins fulltrúa frá heimastjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.