Categories
Fréttir

Stjórnvöld sendi skýr skilaboð út í feltið

Deila grein

01/06/2023

Stjórnvöld sendi skýr skilaboð út í feltið

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður, segir það mjög mikilvægt að stjórnvöld hafi trú og horfi til framtíðar með matvælaframleiðendum. Að Ísland verði sjálfbær þjóð varðandi fæðuöflun og fæðuöryggi.

„Það er hverri þjóð mjög mikilvægt að hlúa að matvælaframleiðslu sinni og horfa til þess að vera sjálfri sér næg í fæðuframboði. Við eigum mikið verk eftir óunnið hér á landi er kemur að því að geta sagt að við séum sjálfbær þjóð varðandi fæðuöflun. Vissulega erum við öflug í sjávarútvegi en við eigum mikið í land í því er snýr að fæðuöryggi þjóðarinnar og varðar landbúnaðarframleiðslu.

Það er því mikið fagnaðarefni fyrir alla áhugamenn og þá sem vinna við framleiðslu matvæla að stjórnvöld sendi þessi skýru og góðu skilaboð út í feltið, eins og sagt er,“ sagði Þórarinn Ingi.


Ræða Þórarins Inga í heild sinni á Alþingi:

„Frú forseti. Ég ætla hér að ræða ákveðin mál sem hefur verið á dagskrá og mál sem verður á dagskrá í dag, þ.e. um matvælastefnu og landbúnaðarstefnu sem matvælaráðherra lagði fram og hafa verið til umfjöllunar í hv. atvinnuveganefnd. Það er vissulega ánægjuefni að á þessum fallega vordegi, er mér óhætt að segja, séum við að ræða um framtíð matvælaframleiðslu og landbúnaðar hér á landi. Það er mjög mikilvægt fyrir framleiðendur matvæla hér á landi að stjórnvöld sendi skýr skilaboð til þeirra sem í stafni standa um það að stjórnvöld hafi trú og horfi til framtíðar með þeim sem framleiða matvæli. Það er hverri þjóð mjög mikilvægt að hlúa að matvælaframleiðslu sinni og horfa til þess að vera sjálfri sér næg í fæðuframboði. Við eigum mikið verk eftir óunnið hér á landi er kemur að því að geta sagt að við séum sjálfbær þjóð varðandi fæðuöflun. Vissulega erum við öflug í sjávarútvegi en við eigum mikið í land í því er snýr að fæðuöryggi þjóðarinnar og varðar landbúnaðarframleiðslu. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir alla áhugamenn og þá sem vinna við framleiðslu matvæla að stjórnvöld sendi þessi skýru og góðu skilaboð út í feltið, eins og sagt er.“