Categories
Fréttir Greinar

Nú er ekki tími til að kljúfa þjóðina

Deila grein

28/08/2025

Nú er ekki tími til að kljúfa þjóðina

Íslend­ing­ar búa við öf­undsverða stöðu í sam­an­b­urði við marg­ar aðrar Evr­ópuþjóðir. At­vinnu­leysi hef­ur ekki verið þjóðarmein hér á landi, eins og sums staðar ann­ars staðar í Evr­ópu. Sér­stak­lega ber að nefna stöðu ungs fólks í álf­unni þar sem at­vinnu­leysi mæl­ist sums staðar mjög hátt og hef­ur verið viðvar­andi vanda­mál í ára­tugi. Einnig blas­ir við að hag­vöxt­ur er hverf­andi í mörg­um þess­ara ríkja og sam­fé­lög þeirra glíma við al­var­leg­ar áskor­an­ir í rekstri og upp­bygg­ingu vel­ferðar.

Í þessu ljósi er mik­il­vægt að staldra við þegar rætt er um að hefja veg­ferð inn í Evr­ópu­sam­bandið. Slík veg­ferð mun óhjá­kvæmi­lega kljúfa þjóðina í and­stæðar fylk­ing­ar og færa fókus­inn frá því sem er brýn­asta verk­efni okk­ar allra: að ná tök­um á efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar.

Umræða um aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið virðist nú, að minnsta kosti að hluta, til­raun til að beina at­hygl­inni frá þeim áskor­un­um sem stjórn­völd glíma við í efna­hags­mál­um. Þjóðin finn­ur fyr­ir þrýst­ingi vegna hárra vaxta, viðvar­andi verðbólgu og – þess vegna – óvissu í dag­legu lífi. Við vit­um að lausn­in felst ekki í því að hefja langvar­andi og erfiða veg­ferð sem krefst mik­ils tíma, fjár­magns og póli­tísks þunga, held­ur í því að stjórn­völd standi sig í grunn­verk­efn­un­um heima fyr­ir.

Við í Fram­sókn leggj­um ríka áherslu á að sýna þjóðinni traust í jafn stóru álita­efni líkt og aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið eru. Það hef­ur áður sýnt sig að þjóðin get­ur tekið af­ger­andi ákv­arðanir um stór mál sem varða framtíð henn­ar. Í Ices­a­ve-mál­inu hrakti þjóðin áætlan­ir Jó­hönnu­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013 í þjóðar­at­kvæðagreiðslum, meðal ann­ars fyr­ir til­stilli öfl­ugs mál­flutn­ings okk­ar í Fram­sókn á Alþingi. Sum­ir kölluðu það málþóf, en sag­an hef­ur sýnt að mál­flutn­ing­ur­inn var rétt­læt­an­leg­ur og að niðurstaðan var þjóðinni til heilla. Af þeirri reynslu má draga skýra álykt­un: ef rætt er um að hefja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið er eðli­leg­ast að þjóðin sjálf hafi upp­hafs­orðið um hvort farið sé í þá veg­ferð.

Við í Fram­sókn stönd­um vörð um þá ein­földu en mik­il­vægu staðreynd að Ísland hef­ur alla burði til að móta sína eig­in framtíð. Við búum yfir mikl­um auðlind­um, sterkri stöðu í at­vinnu­mál­um og sam­fé­lagi sem hef­ur margoft sýnt getu til að mæta áskor­un­um. Þess vegna segj­um við: Þetta er ekki rétti tím­inn til að etja þjóðinni í inn­byrðis deil­ur um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. ágúst 2025.