Categories
Fréttir

Ný framkvæmdaráætlun í barnavernd!

Deila grein

16/08/2023

Ný framkvæmdaráætlun í barnavernd!

„Er ótrúlega ánægður með áframhaldandi róttækar breytingar í málefnum barna. Þessar breytingar eru mikilvægt framhald af vinnu sem nú er í gangi og  byggja á þeim grunni sem lagður er með niðurlagningu pólitískra barnaverndarnefnda og þeim áhrifum sem lög um farsæld barna eru byrjuð að hafa.

Það er ánægjulegt að í fyrsta skipti var haft sérstakt samráð við börn sem hafa reynslu af barnaverndarkerfinu og þeirra innlegg voru mjög mikilvæg,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Morgunverðarfundur mennta- og barnamálaráðuneytisins um nýja framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 til 2027 fór fram í vikunni og voru á fundinum kynntar tillögur að aðgerðum og fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Upptöku frá fundinum má nálgast hér.

Ný framkvæmdaráætlun felur m.a. í sér:

  • Fjölgun úrræða fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem m.a. verða sett upp ný meðferðarúrræði.
  • Öll alvarleg atvik í lífi barna verði könnuð í þeim tilgangi að koma auga á tækifæri til úrbóta í þjónustu við börn.
  • Heildarendurskoðun barnaverndarlaga þar sem sérstaklega verði endurskipulögð öll úrræði í málefnum barna og settur verði hámarksbiðtími eftir nauðsynlegri þjónustu.
  • Samhæfing í vinnslu allra barnaverndarmála verður aukin.
  • Endurskipulagningu verklags í þjónustu við fylgdarlaus börn.
  • Umhverfi barnaverndarstarfsmanna verði bætt með ýmsum aðgerðum.
  • Unnið verði að því að stofnanir og þjónustuaðilar í málefnum barna sameinist á einum stað með það að markmiði að stytta boðleiðir og auka skilvirkni.
  • Samstarf verði aukið við fjölskyldur, börn, nærumhverfi barna og kerfa sem hafa aðkomu að málefnum barna.

„Takk allir sem komu að þessari vinnu – Saman erum við að breyta kerfinu fyrir okkar mikilvægustu borgara.“

Ný framkvæmdaráætlun í barnavernd! Er ótrúlega ánægður með áframhaldandi róttækar breytingar í málefnum barna. Þessar…

Posted by Ásmundur Einar Daðason on Þriðjudagur, 15. ágúst 2023