Categories
Fréttir

Nýr formaður KFNA

Deila grein

30/10/2015

Nýr formaður KFNA

GunnarÁ 15. Kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) á Akureyri 17. október var Gunnar Þór Sigbjörnsson kjörinn nýr formaður KFNA. Gunnar Þór er 49 ára Héraðsbùi ættaður frá Möðrudal á fjöllum í mòðurætt en föðurætt er frá Fögruhlíð í Jökulsárhlíð.
„Eiginkona mín heitir Helga Þórarinsdóttir, en ég fann hana á Djúpavogi 1983 þegar ég fór þangað á vertíð 17 ára gamall til að fjármagna bílakaup sem ég skellti mér í,“ segir Gunnar Þór í samtali við tíðindamann.
„Á Djúpavogi kynntist ég undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar sjávarútvegnum í landi og á sjó en ég var svo heppinn að fá pláss á togarnum Sunnutindi SU59 þetta sama ár 1983 og var það mikil og þroskandi lífsreynsla fyrir ungling af landabúnaðarsvæðinu Fljótsdalshéraði. Ég snéri síðan heim í Egilsstaði sumarið 1983 með Helgu með mér og tveim árum seinna eða 26. ágúst 1985 fluttum við í okkar fyrstu íbúð sem við innréttuðum sjálf með með aðstoð góðra manna, og svo í desember það sama 1985 ár giftumst við Helga 19 ára að aldri, og hér erum við núna nánast 30 árum síðar og tveim börnum ríkari, Þórarinn Arnar 21 árs og  Þórlaug Alda 27 ára.
Ég er með Diplóma frá Bifröst i verslunarrekstri, Póstmeistari frá Póst og símaskólanum, nám í stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og vottun í vátryggingamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.
Hef starfað innan Framsóknarflokksins í rúm 25 ár og hef setið í ýmsum nefndum á vegum Framsóknar í sveitarstjórn á Héraði.
Mínar áherslur munu snúa að auknum samskiptum innan svæðis, ég vill sjá vægi pólitískra umræðu aukast á okkar samkomum með mögulega breyttu fyrirkomulagi á þingum sambandsins.  Einnig mun èg beita mér fyrir því að koma á tíðari samskiptum við kjörna fulltrúa með því að nýta betur möguleika sem felast í nútíma fjarskiptalausnum.
Ég vill sjá öflugt samstarf milli austur og norðurhluta með því að byggja á því góða starfi sem fór fram í síðustu kosningabaráttu en sú samheldni og sú stemming sem þá var sköpuð  skilaði flokknum glæsilegum sigri í kjördæminu og um land allt. Verkefni KFNA næstu tvö ár verður smyrja og gangsetja það afl sem býr í félögunum í kjördæminu og mæta til leiks í næstu kosningar í einni stórri samvinnuhreyfingu gamlir, ungir og miðaldra, konur og karlar. Allir fyrir einn og einn fyrir alla,“ sagði Gunnar Þór að lokum.