Categories
Fréttir

Nýtum öll tæki­færi til heilsu­efl­ingar – er okk­ur öll­um mik­il­vægt

Deila grein

19/06/2019

Nýtum öll tæki­færi til heilsu­efl­ingar – er okk­ur öll­um mik­il­vægt

„Kvenna­hlaupið sam­ein­ar tvo mik­il­væga þætti í lífi okk­ar allra – sam­veru og hreyf­ingu. Þar er hvatt til sam­stöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sín­um for­send­um og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vin­um,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu á dögunum.
„Mark­mið Kvenna­hlaups­ins er að hvetja kon­ur á öll­um aldri til auk­inn­ar heilsu­efl­ing­ar og til frek­ari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Það hef­ur sann­ar­lega mælst vel fyr­ir og því til stuðnings seg­ir það sitt að Kvenna­hlaupið hef­ur lengi verið stærsti ein­staki íþróttaviðburður­inn á Íslandi.“
„Áfram­hald­andi hvatn­ing og vit­und­ar­vakn­ing um heilsu­efl­ingu er okk­ur öll­um mik­il­væg. Við ætt­um að nýta öll slík tæki­færi, ekki síst þegar þau stuðla að slík­um sam­ein­ing­ar­krafti og henta þátt­tak­end­um á öll­um aldri,“ segir Lilja.