Categories
Fréttir

Öll fyrirheit uppfyllt

Deila grein

23/11/2013

Öll fyrirheit uppfyllt

sdg-midstjorn-selfossi“Munum uppfylla öll þau fyrirheit sem við höfum gefið. Við ætlum að leiðrétta fyrir sérstökum verðbólguáhrifum sem bankarnir bjuggu til. Við blöndum leiðum í samræmi við stjórnarsáttmálann og þingsályktunartillögu og úr því kemur besta niðurstaðan. Það verður ekki vandamál fyrir okkur vegna þess að við lögðum sjálf til að skattaleiðin yrði farin. Hún hefur ýmsa kosti og spilar vel saman við hitt”, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar á Selfossi.
“Athuganir sérfræðinganna hafa staðfest hversu öfugir hvatar hafa verið á síðasta kjörtímabili. Ótal raunveruleg dæmi sýna hvernig þeir sem ákváðu að borga ekki af lánum sínum fengu mun meiri leiðréttingu en þeir sem höfðu verið í sömu stöðu en stóðu í skilum. Höfum ótal dæmi sem sýna að það munar milljónum á því hvort fólk stóð í skilum eða ekki. Auk þess er þekkt að minnst hefur verið komið til móts við þá sem fóru varlega fyrir efnahagshrunið. Við munum ekki leysa skuldavanda allra. Þetta er réttlætisaðgerð; þetta er jafnræðisaðgerð; þetta er er efnahagsleg aðgerð. Þetta er aðgerð sem mun marka efnahagslegan og samfélagslegan viðsnúning”, sagði Sigmundur Davíð jafnframt.
sdg-midstjorn-selfossi-03Sigmundur Davíð fagnaði því mjög hve þingflokkur Framsóknarmanna hafi staðið sig vel, það væri ekki sjálfgefið þegar svo stór hluti þingflokks væri nýtt fólk og allir reyndari þingmenn störfum hlaðnir sem formenn nefnda og ráðherrar.
Unnið er skipulega að framgangi allra mála sem fjallað er um í stjórnarsáttmála. Staðan var erfið er ríkisstjórnin tók við, enda einkenndu frestunaraðgerðir allt síðasta kjörtímabil. Nú er komið að viðsnúningi og skapa raunverulegan vöxt en ekki lántöku.