Categories
Fréttir

Reykjavík fyrir alla – efstu sjö sætin ákveðin

Deila grein

20/11/2013

Reykjavík fyrir alla – efstu sjö sætin ákveðin

Kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík gengur til kosninga undir kjörorðunum Reykjavík fyrir alla.
FRAMSOKN-Reykjavik-efstu-4-saetin
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Efstu sjö sætin skipa:

  1. Óskar Bergsson, rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari
  2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur
  3. Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
  4. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, vélfræðingur
  5. Hafsteinn Ágústsson, kerfisstjóri
  6. Hallveig Björk Höskuldsdóttir, öryggisstjóri
  7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur

Fjölmörg mál bíða úrlausnar í Reykjavík sem munu gera borgina að betri stað til að búa á.  Það er ekki nóg að hlusta á borgarbúa, en heyra  ekki hvað þeir segja. Ekki síst á það við skipulagsmál, en stórar ákvarðanir þarf að taka á næstunni svo þróun borgarinnar verði til hagsbóta fyrir alla Reykvíkinga, ekki bara suma. Liður í því er staðsetning flugvallarins í Reykjavík, en að mati Framsóknarflokksins  verður að tryggja núverandi staðsetningu hans, ekki síst ef borgin á að þjóna hlutverki sínu sem höfuðborg allra landsmanna.
Skipulagsmál eru umhverfismál og þau verður að nálgast með umræðu við þá sem í borginni búa. Skipuleggja þarf borgina þannig að búseta nærri vinnustað sé raunhæfur möguleiki. Sem dæmi má nefna að tæp 80% af öllum störfum í Reykjavík eru í vestur hluta hennar, þessu þarf að breyta.