Í gærkvöldi var listi Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi. Þar var m.a. nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi valinn, Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.
Eftir honum fylgja Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í öðru sæti og Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri, í því þriðja. Listinn er skipaður ellefu konum og ellefu körlum.
„Það er sannur heiður að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er öflugur og við erum með kröftugt fólk í hverju sæti. Við ætlum okkur stóra hluti hér í Kópavogi og ég er spenntur fyrir því að hefjast handa,“ segir Orri Hlöðversson
Listinn í heild sinni:
- Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri
- Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri
- Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri
- Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
- Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
- Svava H Friðgeirsdóttir, skjalastjóri
- Sveinn Gíslason, forstöðumaður
- Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur
- Haukur Thors Einarsson, sálfræðingur
- Hjördís Einarsdóttir, aðst.skólameistari
- Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
- Hrefna Hilmisdóttir, fv. rekstrarfulltrúi
- Eysteinn Þorri Björgvinsson, stuðningsfulltrúi
- Sigrún Ingólfsdóttir, íþróttakennari
- Sigurður H Svavarsson, rekstrarstjóri
- Guðrún Viggósdóttir, fv. deildarstjóri
- Páll Marís Pálsson, lögfræðingur
- Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari
- Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og varaþingmaður
- Willum Þór Þórsson, ráðherra
- Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
- Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. Alþingismaður