Categories
Fréttir

Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Deila grein

24/02/2022

Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Í gærkvöldi var listi Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi. Þar var m.a. nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi valinn, Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.

Eftir honum fylgja Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í öðru sæti og Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri, í því þriðja. Listinn er skipaður ellefu konum og ellefu körlum.

Það er sannur heiður að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er öflugur og við erum með kröftugt fólk í hverju sæti. Við ætlum okkur stóra hluti hér í Kópavogi og ég er spenntur fyrir því að hefjast handa,“ segir Orri Hlöðversson

Listinn í heild sinni:

  1. Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri
  2. Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri
  3. Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri
  4. Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
  5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
  6. Svava H Friðgeirsdóttir, skjalastjóri
  7. Sveinn Gíslason, forstöðumaður
  8. Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur
  9. Haukur Thors Einarsson, sálfræðingur
  10. Hjördís Einarsdóttir, aðst.skólameistari
  11. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
  12. Hrefna Hilmisdóttir, fv. rekstrarfulltrúi
  13. Eysteinn Þorri Björgvinsson, stuðningsfulltrúi
  14. Sigrún Ingólfsdóttir, íþróttakennari
  15. Sigurður H Svavarsson, rekstrarstjóri
  16. Guðrún Viggósdóttir, fv. deildarstjóri
  17. Páll Marís Pálsson, lögfræðingur
  18. Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari
  19. Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og varaþingmaður
  20. Willum Þór Þórsson, ráðherra
  21. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
  22. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. Alþingismaður