Categories
Fréttir Greinar

Öryggismál verða áfram á oddinum

Deila grein

12/09/2024

Öryggismál verða áfram á oddinum

Á und­an­förn­um 15 árum hef­ur ferðaþjón­usta átt stór­an þátt í því að renna styrk­ari stoðum und­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Vöxt­ur henn­ar hef­ur aukið fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins um allt land og skapað ný tæki­færi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki. Vexti nýrr­ar at­vinnu­grein­ar fylgja áskor­an­ir sem mik­il­vægt er að fást við. Þannig leiðir til að mynda fjölg­un ferðamanna af sér verk­efni sem snúa að ör­ygg­is­mál­um og slysa­vörn­um. Eitt af for­gangs­mál­un­um í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu á þessu kjör­tíma­bili hef­ur verið að styrkja um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar í víðum skiln­ingi og búa henni hag­felld skil­yrði til þess að vaxa og dafna með sjálf­bær­um hætti til framtíðar í sátt við nátt­úru, menn og efna­hag. Í þings­álykt­un um ferðamála­stefnu og aðgerðaáætl­un til 2030, sem samþykkt var í júní 2024 og unn­in var í breiðri sam­vinnu fjölda hagaðila, er á nokkr­um stöðum að finna áhersl­ur sem lúta að ör­ygg­is­mál­um í ferðaþjón­ustu. Öryggi ferðamanna snert­ir mála­flokka sem heyra und­ir ýmis ráðuneyti, stofn­an­ir og sam­tök, og úr­bæt­ur á því sviði krefjast sam­starfs og sam­hæf­ing­ar þvert á stjórn­völd og at­vinnu­líf.

Í aðgerðaáætl­un ferðamála­stefnu er að finna sér­staka aðgerð sem snýr að bættu ör­yggi ferðamanna.

Mark­miðið er skýrt: að tryggja ör­yggi ferðamanna um land allt, eins og kost­ur er, hvort sem um er að ræða á fjöl­sótt­um áfanga­stöðum eða á ferð um landið al­mennt. Sér­stak­ur starfs­hóp­ur mun á næstu vik­um taka til starfa til þess að fylgja þess­ari aðgerð eft­ir, en verk­efni hans er að greina ör­ygg­is­mál í ferðaþjón­ustu, vinna að fram­gangi þeirra og tryggja sam­tal á milli aðila. Í því sam­hengi mun hóp­ur­inn meðal ann­ars skoða upp­lýs­inga­gjöf, hvernig skrán­ingu slysa og óhappa er háttað, áhættumat á áfanga­stöðum, upp­færslu viðbragðsáætl­un­ar, fjar­skipta­sam­band, viðbragðstíma viðbragðsaðila og sam­ræmda og skýra upp­lýs­inga­gjöf til ferðamanna. Starfs­hóp­ur­inn starfar á víðum grunni en hann skipa full­trú­ar Ferðamála­stofu, menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is, dóms­málaráðuneyt­is, heil­brigðisráðuneyt­is, innviðaráðuneyt­is, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Miðað er við að starfs­hóp­ur­inn hafi víðtækt sam­ráð í starfi sínu, meðal ann­ars við aðrar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög, fag­fé­lög, mennta­stofn­an­ir og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki. Miðað er við að hóp­ur­inn skili til­lög­um sín­um í áföng­um og að fyrstu skil verði 1. des­em­ber 2024. Við erum staðráðin í því að efla Ísland sem áfangastað í víðum skiln­ingi þess orð, og byggja á þeim góða grunni sem hingað til hef­ur verið lagður. Alltaf má hins veg­ar gera bet­ur og það er mark­miðið með því að hrinda nýrri ferðamála­stefnu í fram­kvæmd, meðal ann­ars með ör­ygg­is­mál­in áfram á odd­in­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2024.