Categories
Fréttir Greinar

Óvissuferð

Deila grein

12/08/2025

Óvissuferð

Staða efna­hags­mála í sum­ar­lok ein­kenn­ist af mik­illi óvissu og stór­um áskor­un­um. Í fyrsta lagi hef­ur verðbólga ekki lækkað eins og von­ir stóðu til. Í öðru lagi hef­ur um­hverfi ut­an­rík­is­viðskipta versnað veru­lega, sem dreg­ur úr sam­keppn­is­hæfni. Að lok­um skort­ir skýra og gagn­sæja stefnu í rík­is­fjár­mál­um.

Verðbólga mæl­ist 4% á árs­grund­velli og hækk­an­ir mæl­ast á breiðum efna­hags­leg­um grunni. Á sama tíma hef­ur ávöxt­un­ar­krafa verðtryggðra rík­is­skulda­bréfa til lengri tíma hækkað um­tals­vert. Vænt­ing­ar markaðar­ins um þróun verðbólgu og raun­vaxta til lengri tíma hafa einnig auk­ist. Þetta þýðir að vext­ir til heim­il­anna verða einnig hærri til lengri tíma, þar sem fjár­mögn­un­ar­kostnaður rík­is­ins er grunn­ur að verðlagn­ingu alls kerf­is­ins. Þótt styrk­ing krón­unn­ar ætti að vega á móti verðbólguþrýst­ingi hef­ur sterk­ara gengi ekki enn skilað sér til al­menn­ings. Margt bend­ir til þess að krón­an geti veikst í haust vegna auk­ins viðskipta­halla og mik­ill­ar óvissu á alþjóðamörkuðum.

Óviss­an hef­ur sjald­an verið meiri í alþjóðahag­kerf­inu. Tolla­stríðið sem nú geis­ar í alþjóðaviðskipt­um er án for­dæma. Fyr­ir­séð var að banda­rísk stjórn­völd myndu hefja tíma­bil ný-kaupauðgis­stefnu, sem fel­ur í sér að auka út­flutn­ing Banda­ríkj­anna, draga úr inn­flutn­ingi og hækka tolla til að auka tekj­ur rík­is­sjóðs. Hér er um nýja efna­hags­stefnu að ræða, þar sem ut­an­rík­is­viðskipti eiga að koma með bein­um hætti að hag­stjórn í aukn­um mæli. Á sama tíma hef­ur for­seti Banda­ríkj­anna verið að styrkja laga­lega um­gjörð raf­mynta, og verður fróðlegt að fylgj­ast með sam­spili þess og hvort eft­ir­spurn auk­ist að nýju eft­ir banda­rísk­um rík­is­skulda­bréf­um. Mark­mið efna­hags­stefn­unn­ar er að minnka þrálát­an viðskipta­halla og auka fjár­fest­ing­ar inn­an­lands. Það sem hef­ur komið á óvart eru fyr­ir­hugaðir refsitoll­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á fram­leiðslu kís­il­málma og að þeim skuli verða beitt gagn­vart EES-ríkj­um. Ólík­legt þykir að Evr­ópu­sam­bandið haldi sig við þessa stefnu til lengri tíma og virði ekki EES-samn­ing­inn. Mikið er í húfi fyr­ir þjóðarbúið að EES-samn­ing­ur­inn sé virt­ur.

Fyrsta fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður kynnt í sept­em­ber. Rík­is­fjár­mála­áætl­un­in hef­ur verið samþykkt og þar er gert ráð fyr­ir auknu aðhaldi, en út­færsla þess hef­ur ekki verið kynnt og eyk­ur því óvissu. Vantað hef­ur upp á ákveðin gögn og fyr­ir­sjá­an­leik­inn því minnkað.

Efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er óvissu­ferð. Brýnt er að for­gangsraða í þágu verðlags­stöðug­leika og hags­muna­gæslu fyr­ir land og þjóð. Allt stefn­ir í auk­inn viðskipta­halla ef rík­is­stjórn­in hug­ar ekki bet­ur að sam­keppn­is­hæfni og að efla ís­lenska fram­leiðslu. Efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar eru þekkt­ar. Lífs­kjör þjóðar­inn­ar ráðast af því hvernig til tekst!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. ágúst 2025.