Categories
Fréttir

Páskakveðjur frá ritara Framsóknarflokksins

Deila grein

08/04/2020

Páskakveðjur frá ritara Framsóknarflokksins

Kæru flokkssystkin, það er vægt til orða tekið að þetta séu skrýtnir tímar sem við nú upplifum meðan veirufaraldurinn gengur yfir heiminn og snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Manni er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem starfa í framlínunni nú við heilbrigði og öryggi þjóðarinnar. En ekki síður öllum íbúum þessa lands sem kappkosta að láta samfélagið ganga í erfiðum aðstæðum og sýna samstöðu í verki. Á stundum sem þessum er það nefnilega samstaðan sem öllu skiptir og við Íslendingar höfum reynsluna, í sambýli okkar við náttúruna, að þegar vá er fyrir dyrum þá stöndum við saman þó váin sé af öðrum toga nú. Og það þekkjum við framsóknarfólk enda hefur samvinna verið hornsteinn okkar stefnu í gegnum tíðina og nú er þörf á slíku sem aldrei fyrr. Það er alltaf máttur hinna mörgu sem skilar mestum árangri.

Ég sendi ykkur og fjölskyldum mínar bestu páskakveðjur og vonandi njótið þið hátíðanna þrátt fyrir takmarkanir á ferðum og samkomum sem nú eru nauðsynlegar meðan við kveðum niður veiruna. Hlúum að okkar nánustu og munum að það vorar fyrr en varir og þá hittumst við vonandi sem flest á vettvangi flokksins okkar til að halda ótrauð áfram veginn.

Með framsóknarkveðjum.

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins.