„Það er jákvætt hversu margir velja að læra erlendis. Við eigum að hvetja ungt fólk til að afla sér þekkingar sem víðast og skapa því viðeigandi umgjörð sem gerir því það kleift. Í störfum mínum sem mennta- og menningarmálaráðherra legg ég mikla áherslu á að styrkja íslenskt menntakerfi, til dæmis með því að bæta starfsumhverfi kennara, en ekki síður að við horfum út í heim og ræktum góð samskipti við aðrar þjóðir á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála. Undanfarið hafa náðst ánægjulegir áfangar á þeirri vegferð sem fjölga tækifærum okkar erlendis.“ Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein er birtist í Morgunblaðinu 18. maí s.l.
Tímamótasamingur um aukið samstarf í menntamálum á milli Íslands og Kína var undirritaður í opinberri heimsókn Lilju Alfreðsdóttur þar í landi. Með samningunum er stuðlað að gagnkvæmri viðurkenningu á námi milli landanna. „Kína hefur gert hliðstæða samninga við rúmlega 50 önnur ríki, þar á meðal við hin norrænu löndin. Rúmlega 30 kínverskir námsmenn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Íslendingar stunda nám í Kína á ári hverju en íslenskir háskólar eiga þegar í margvíslegu samstarfi við kínverska háskóla,“ segir Lilja Dögg.
Categories
Ræktum góð samskipti við aðrar þjóðir
04/06/2019
Ræktum góð samskipti við aðrar þjóðir