Categories
Fréttir Greinar

Sagan geymir dýrmætan lærdóm

Deila grein

01/04/2024

Sagan geymir dýrmætan lærdóm

Í ágætri bók eft­ir Nicholas Waps­hott, sem ber titil­inn „The Sphinx“, er fjallað um bar­átt­una sem Frank­lin D. Roosevelt, fv. for­seti Banda­ríkj­anna, háði gegn ein­angr­un­ar­hyggju í aðdrag­anda seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Ein­angr­un­ar­sinn­ar voru al­farið á móti því að Banda­rík­in sendu herafla til að verja lýðræðis­ríki í Evr­ópu. Meðal helstu and­stæðinga Roosevelts var vin­ur hans Joseph P. Kenn­e­dy, viðskipta­jöf­ur og sendi­herra, ásamt ein­stak­ling­um á borð við Walt Disney og Henry Ford. Þeir töldu að Banda­rík­in, hið nýja heimsveldi, ætti ekk­ert er­indi í stríðsátök hand­an Atlants­hafs­ins. Þessi saga rifjaðist upp fyr­ir mér vegna þess að umræðan víða um heim í dag er af sama toga. Sterk öfl í Banda­ríkj­un­um tala fyr­ir ein­angr­un­ar­hyggju, sem er ekki já­kvætt fyr­ir frið, vel­sæld og alþjóðaviðskipti.

Blik­ur á lofti í alþjóðaviðskipt­um

Allt er í heim­in­um hverf­ult og tíma­bil alþjóðavæðing­ar, eins hún hef­ur birst eft­ir seinni heims­styrj­öld, virðist mögu­lega hafa runnið sitt skeið. Hlut­fall vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ings á heimsvísu náði há­marki árið 2008 og hef­ur síðan þá farið lækk­andi. Heims­hag­kerfið hef­ur séð mik­inn vöxt í viðskipta­hindr­un­um síðastliðinn ára­tug. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur sýnt fram á að heims­fram­leiðsla geti dreg­ist sam­an um 7% á næst­unni, ef viðskipta­hindr­an­ir aukast. Þetta er þróun sem þjóðir heims verða að hafa aug­un á og sporna við til að stuðla að áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn í ver­öld­inni.

Auk­inn ófriður á heimsvísu og meiri skipt­ing viðskipta eft­ir póli­tískri hug­mynda­fræði hef­ur leitt af sér mikla fjölg­un í viðskipta­hindr­un­um. Sam­kvæmt Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum voru sett­ar alls 3.000 viðskipta­hindr­an­ir á síðasta ári, sem er þreföld­un frá ár­inu 2019. Saga hag­fræðinn­ar hef­ur kennt okk­ur að þegar viðskipti þjóða drag­ast sam­an, þá versna lífs­kjör. Ekk­ert þjóðríki hef­ur ávinn­ing af því að skipta hag­kerfi heims­ins í fylk­ing­ar. Þess vegna skipt­ir sam­vinna þjóða og alþjóðasam­starf svo miklu máli.

Hag­sæld Íslands grund­vall­ast á alþjóðaviðskipt­um

Íslend­ing­ar stunduðu um­fangs­mik­il viðskipti á sinni gull­öld (930-1262), fundu Norður-Am­er­íku og ferðuðust alla leið til Bakú í Aser­baís­j­an. Sagna­rit­ar­arn­ir varðveittu germanska menn­ing­ar­arf­inn og sam­in voru ein­stök bók­mennta­verk, líkt og Íslend­inga­sög­urn­ar og aðrar bók­mennta­perl­ur. Á þess­um tíma ríkti bók­mennta­leg há­menn­ing á Íslandi og segja má að landið hafið verið miðstöð viðskipta og skap­andi greina í Norður-Atlants­hafi. Mik­il viðskipti voru við Græn­land og þaðan komu dýr­grip­ir a borð við fálka, rost­ungstenn­ur og ná­hval­stenn­ur. Þetta blóma­skeið leið und­ir lok á 13. öld þegar inn­an­land­sófriður hófst og veðurfar kólnaði. Landið ein­angraðist frá Evr­ópu og á end­an­um glataði það sjálf­stæði sínu. Eft­ir svarta­dauða versnuðu lífs­skil­yrði veru­lega og náði sú þróun há­marki á 18. öld, þegar hver hung­urs­neyðin rak aðra ásamt erfiðum jarðhrær­ing­um. Dansk­ir ráðamenn töldu jafn­vel skyn­sam­legt að flytja alla Íslend­inga til Dan­merk­ur. Ein­angr­un lands­ins hafði gríðarleg áhrif á þessa nei­kvæðu þróun og eins það, að eign­ar­hald á ut­an­rík­is­viðskipt­um hvarf frá lands­mönn­um.

Sá mikli kraft­ur sem verið hef­ur í alþjóðaviðskipt­um und­an­farna ára­tugi hef­ur verið aflvaki þess að lífs­kjör hundraða millj­óna manna hafa batnað. Ísland hef­ur tekið virk­an þátt í þess­ari þróun og er eng­um blöðum um það að fletta að efna­hags­leg­ur vöxt­ur lands­ins hef­ur byggst á opn­um alþjóðaviðskipt­um. Um leið og Ísland hóf aft­ur að stunda frjáls viðskipti og fór að nýta auðlind­ir lands­ins í eig­in þágu juk­ust hér lífs­gæði og auðsæld. Tækni­væðing sam­fé­lags­ins lagði sitt af mörk­um í þess­ari sam­felldu fram­fara­sögu, skilaði auk­inni skil­virkni og nýt­ingu fram­leiðsluþátta. Þannig störfuðu í upp­hafi 20. ald­ar­inn­ar um 80% af vinnu­afl­inu í land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi en 100 árum síðar er sam­svar­andi hlut­fall um 10%. Á sama tíma hef­ur verðmæta­sköp­un auk­ist um­tals­vert. Ut­an­rík­is­viðskipti hafa orðið mun fjöl­breytt­ari en þegar um 90% gjald­eyristekna komu frá sjáv­ar­út­vegi fyr­ir tæp­um fjór­um ára­tug­um. Meg­in­út­flutn­ings­stoðir hag­kerf­is­ins eru fjór­ar í dag; ferðaþjón­usta, sjáv­ar­út­veg­ur, iðnaður og skap­andi grein­ar.

Ein­angr­un­ar­sinn­ar sækja í sig veðrið

Á síðustu öld hafa Banda­rík­in verið leiðandi í frjáls­um viðskipt­um en síðustu miss­eri hafa stjórn­völd verið að hverfa af þeirri braut. Mik­il skaut­un hef­ur ein­kennt alla póli­tíska umræðu og óvenju­breið spjót hafa tíðkast milli Demó­krata og Re­públi­kana í umræðunni um rík­is­fjár­mál, jafn­rétt­is­mál og frjáls viðskipti. Ofan á það er ljóst að verka­fólk í Banda­ríkj­un­um hef­ur borið skarðan hlut frá borði vegna hnatt­væðing­ar, sem hef­ur fal­ist í því að mikið af banda­rísk­um störf­um flutt­ist til ríkja þar sem launa­kostnaður var mun lægri. Raun­laun þessa hóps hafa að mestu staðið í stað meðan kostnaður vegna hús­næðis og mennt­un­ar hef­ur vaxið mikið. Þessi þróun hef­ur leitt af sér óþol gagn­vart vax­andi hnatt­væðingu í Banda­ríkj­un­um. Hins veg­ar er hægt að láta alþjóðaviðskipt­in vinna fyr­ir allt sam­fé­lagið, ef vilj­inn er fyr­ir hendi. Stjórn­mál­in hafa því síðustu miss­eri ein­beitt sér að því að flytja störf aft­ur heim. Mun harðari inn­flytj­enda­stefna var tek­in upp og hef­ur sett þrýst­ing á vinnu­markaðinn, sem er að valda verðbólgu. Loft allt hef­ur verið lævi blandið í sam­skipt­um tveggja stærstu hag­kerfa heims­ins, Kína og Banda­ríkj­anna. Stjórn­völd beggja ríkja hafa mark­visst unnið að því að gera efna­hags­kerfi sín minna háð hvort öðru. Þessi þróun er ekki hag­stæð fyr­ir lítið opið hag­kerfi eins og Ísland er. Til að hag­sæld auk­ist áfram á Íslandi er afar mik­il­vægt að aðgengi að helstu mörkuðum sé greitt, hvort held­ur fyr­ir vör­ur eða þjón­ustu.

Í upp­hafi grein­ar­inn­ar fór ég aft­ur í sög­una og fjallaði um þá ein­angr­un­ar­hyggju sem ein­kenndi banda­ríska stjórn­má­laum­ræðu á 4. ára­tugn­um. Roosevelt var mik­ill vandi á hönd­um, því hann taldi úti­lokað annað en að styðja við for­sæt­is­ráðherr­ann og fé­laga sinn Winst­on Churchill og lýðræðis­rík­in í Evr­ópu. Öll vit­um við í dag að aðkoma Banda­ríkj­anna og liðsauki þeirra við banda­lags­ríki sín skipti sköp­um í að hafa sig­ur á Hitler og banda­mönn­um hans. Umræðan í Banda­ríkj­un­um í dag er keim­lík þeirri sem var á 4. ára­tugn­um og munu næstu for­seta­kosn­ing­ar ráða miklu um þróun ör­ygg­is- og varn­ar­mála í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­um. Far­sæl sam­vinna ríkja varðar veg­inn fyr­ir áfram­hald­andi vel­sæld og ör­yggi á heimsvísu. Sag­an sjálf sýn­ir okk­ur það líkt og rakið hef­ur verið hér að ofan.

Pásk­arn­ir eru hátíð trú­ar og birt­unn­ar. Birtu­hluti sól­ar­hrings­ins er að verða lengri en hinn myrki. Þetta er einnig tími von­ar og upprisu. Von­andi fer að birta til í alþjóðamál­um. Gleðilega páska!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2024.