Categories
Fréttir

Samband eldri framsóknarmanna stofnað

Deila grein

29/10/2013

Samband eldri framsóknarmanna stofnað

sef-stjornSamband eldri framsóknarmanna, SEF, var stofnað í dag í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu. Tilgangur SEF verður m.a. að efla og samræma starf félagsmanna sinna, 60 ára og eldri, og vinna að málefnum eldri borgara með virku starfi að stefnumótun og samþykktum á flokksþingum. Jafnframt er því ætlað að vera stofnunum Framsóknarflokksins til ráðgjafar í öllum málum sem varða eldra fólk og hagsmuni þess.
Fyrsti formaður SEF er Hörður Gunnarsson og með honum í aðalstjórn voru kjörin, Hákon Sigurgrímsson, Ragnhildur Jónasdóttir, Einar G. Harðarson og Ólafía Ingólfsdóttir.
Einnig var kosið í trúnaðarráð með fulltrúum úr hverju kjördæmi og er því ætlað að vera stjórn til ráðgjafar og liðssinnis, eftir því sem þurfa þykir, um málefni, er snerta einstök kjördæmi eða landið í heild.
Var það rómur manna að sambandið gæti orðið Framsóknarflokknum til farsældar og eðlilegt að fylgja eftir góðum árangri flokksins í kosningunum í vor því baráttumál hans snertu ekki síst þann hóp borgara, sem studdu Framsóknarflokkinn frekar en áður.
Á myndinni er nýkjörin stjórn SEF ásamt formanni þingflokks Framsóknarmanna, Sigrúnu Magnúsdóttur.