Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Deila grein

28/10/2013

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson var á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Hann ræddi þar um stjórnmálaviðhorfið, þær aðgerðir sem framundan eru í skuldamálum heimilanna og sagði mjög ofsagt að deilur væru millum stjórnarflokkanna í þeim efnum. Þeir sem helst hefðu áhyggjur af því að ekki yrði staðið við gefin fyrirheit, væru mestu andstæðingar hugmyndanna um aðstoð við skuldsett heimili.
Enginn ágreiningur er um aðgerðir vegna skuldugra heimila innan ríkisstjórnarinnar sagði Sigmundur Davíð, hann sagði jafnframt að sá kostnaður sem talað væri um vegna leiðréttingar til handa heimilum væri undir þeim tölum sem hafa verið í umræðunni og svigrúmið sem myndast samhliða afnámi hafta rúmaði þá upphæð og vel það.
Sigmundur Davíð var spurður út í fjölmargar kjaftasögur sem hafa grasserað um hann í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Hann kvaðst orðinn ýmsu vanur í þeim efnum, þetta hafi verið töluvert áberandi fyrst í stað, svo hafi það lagast, en undanfarið hafi rógurinn og kjaftasögurnar aftur komist í hæstu hæðir. „Þetta á ekkert bara við um mig, heldur stjórnmálamenn almennt. Ég get bara talað út frá eigin reynslu og sé að menn nýta sér þetta sem tæki í pólitískri baráttu. Þannig er ekki langt síðan skipulega var hringt inn á fréttastofur til að reyna að koma því á kreik að ég ætti von á barni með einhverri annarri konu en konunni minni.“ Umsjónarmaður Sprengisands greip þá inn í og staðfesti þetta og sagðist meðal annars að hringt hefði verið í sig með slíkar sögur.
Hér er hægt að nálgast upptökur af viðtalinu við Sigmund Davíð:
Sprengisandur: SDG 1. hluti. Sigmundur ætlar að standa við allt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ekki vafa um að staðið verði við gefin loforð.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21945
Sprengisandur: SDG 2. hluti. Sigmundur og kjaftasögurnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að um sig gangi vondar kjaftasögur og umræðunnar vegna sé erfitt að fá fólk til að taka þátt í stjórnmálum.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21946
Sprengisandur: SDG 3. hluti. Ráðherrar ráða niðurskurði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að hagræðingarnefndin skili tillögum til ráðherranefndar sem ákveði síðan hvað verði skorið og hvað ekki.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21947